Sumarkveðja/summer postcard

Jaðarber er búið að vera til í tvö ár núna og endurvakið og frumflutt verk eftir m.a. eftirfarandi tónsmiði á þessum tíma (ekki í stafrófsröð). Við stefnum á að flytja verk eftir enn fleiri! Fylgist með í haust….
//
Peripheriberry has been active for two years now and has performed and premiered works by these artists a.o. (non-alphabetically). We aim at performing pieces by many more! Stay tuned this fall….

: Charles Ross, Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen, Ingi Garðar Erlendsson, Páll Ivan Pálsson, Elín Anna Þórisdóttir, Humar Örn Pálsson, Una Sveinbjarnardóttir, Þráinn Hjálmarsson, Katie Elizabeth Buckley, Mauricio Kagel, Anna Þorvaldsdóttir, Carolyn Chen, Antonia Barnett-McIntosh, John Cage, Simon Steen-Andersen, Kaj Aune, Stine Sørlie, Øyvind Torvund, Yoko Ono, Nam June Paik, George Brecht, Tomas Schmit, Ben Vautier, Takehisa Kosugi, Pauline Oliveros, Magnús Blöndal Jóhannsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson, Leifur Þórarinsson, Dieter Roth, Þorsteinn Hauksson, Gerhard Stäbler, Kunsu Shim, Bjargey Ólafsdóttir, Steve Reich, Alvin Lucier, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Manuel Rodriguez Valenzuela, Viktor Orri Árnason, Martin Rane Bauck, Jens Peter Møller, Ansgar Beste, Miika Hyytiäinen, Kaj Duncan David….

Gerhard Stäbler og Kunsu Shim – Tónleikar

Jaðarber kynnir:

Gerhard Stäbler og Kunsu Shim

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 27. mars og aðgangur er ókeypis.

Þjóðverjinn Gerhard Stäbler og Kóreumaðurinn Kunsu Shim verða gestir Jaðarbers á tónleikum sem fara fram á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 27. mars næstkomandi. Tónskáldin tvö koma einnig fram sem flytjendur á tónleikunum. Þeir hafa verið mótandi í tilraunatónlist á undanförnum áratugum en hafa starfað saman frá árinu 2000 og búa saman. Þeir stofnuðu miðstöð og vettvang fyrir tilraunatónlist í Duisburg sem nefnist “Earport”.

Á tónleikunum koma fram auk tónskáldanna:

Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari
Grímur Helgason, klarinettuleikari
Frank Aarnink, slagverksleikari
Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari

Fengjastrútur, að þessu sinni:
Gunnar Grímsson, Þráinn Hjálmarsson, Þorkell Atlason, Guðmundur Steinn Gunnarsson og Gunnar Karel Másson.
//
Jadarber presents:

Gerhard Stäbler and Kunsu Shim

Portrait concert with works by the two legendary composers, who will participate in the event.

Where: Kjarvalsstadir (Reykjavik Art Museum), when: Wednesday March 27th at 8 pm – free entrance

Performers with the composers are:
Una Sveinbjarnardóttir – violin
Grímur Helgason – clarinet
Frank Aarnink – percussion
Tinna Thorsteinsdóttir – piano

The performance group Fengjastrútur:
Gunnar Grímsson, Thráinn Hjálmarsson, Thorkell Atlason, Gudmundur Steinn Gunnarsson and Gunnar Karel Másson.

Lesa meira

Þránófónar í nútíð og þátíð

Á þessum tónleikum verða leikin verk á og fyrir Þránófóna og Dórófóna, hljóðfæri smíðuð af Þráni Hjálmarssyni og Halldóri Úlfarssyni. Einnig verða hljóðfærin sett í sögulegt samhengi við ýmsa hljóðgjörninga frá 20. öld sem vinna með „bakflæði“/„endurgjöf“ (e. feedback) s.s. eftir Alvin Lucier og Steve Reich.
Miðvikudaginn 27. febrúar, kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.
//
Concert dedicated to the new Icelandic musical instrument Thránóphone will be held at Reykjavík Art Museum – Hafnarhús, Wednesday 27th of February at 20. On the program there are Icelandic premiers of Alvin Lucier’s I am sitting in a Room and Steve Reich’s Pendulum Music and music made for Thránóphones by composers Thráinn Hjálmarsson, Áki Ásgeirsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir and Ingi Gardar Erlendsson. Free admission

Dagskrá/program:
Steve Reich – Pendulum Music (1968/1973) – Frumflutningur á Íslandi
Þráinn Hjálmarsson – 8′ fyrir 4 Þránófóna (2007)
Alvin Lucier – I am sitting in a room (1969) – Frumflutningur á Íslandi
-Hlé-
Ingi Garðar Erlendsson/Þráinn Hjálmarsson – Nýtt verk
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Lohanimalia (2012)
Áki Ásgeirsson – 293° (2011)

Flytjendur/performers:
Bára Gísladóttir, kontrabassi
Örn Ýmir Arason, kontrabassi
Snorri Heimisson, fagott
Hallvarður Ásgeirsson Herzog, gítar (ring modulator)
Þráinn Hjálmarsson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Magnús Jensson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Gunnar Karel Másson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Halldórófónn, selló
Ingi Garðar Erlendsson, Þránófónn #2: Requiem, Þránófónn #1, Pendulum Music

Lesa meira

Þránófónn á Safnanótt

Á Vetrarhátíð ætlar Jaðarber að vera með kyningu á starfsemi sinni og hinu stórmerkilega hljóðfæri Þránófóninum, sem mun vera í burðarhlutverki á næstu tónleikum Jaðarbers: Þránófónar í nútíð og þátíð, þann 27. febrúar. Tónleikarnir og hljóðfærið eru hugarfóstur tónskáldsins Þráins Hjálmarssonar, en þar munum við m.a. heyra í fyrsta sinn á Íslandi verk Alvins Lucier, I am sitting in a room, ásamt fleira góðmeti. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 8. febrúar kl: 21.30 á Kjarvalsstöðum.

Pauline Oliveros – Portrett

Tónleikar á Kjarvalsstöðum – laugardaginn 24. nóv. kl: 15 – Aðgangur ókeypis

Á þessum tónleikum ætlar Jaðarber að grandskoða tónlist hinnar merku Pauline Oliveros sem verður áttræð á árinu.

Pauline Oliveros mun heiðra okkur með internet nærveru sinni á tónleikunum og er það Jaðarberi mikill heiður!
————–

Pauline Oliveros er eitt áhrifamesta tónskáld bandarískrar tilraunatónlistar á 20. öld. Fyrst á ferlinum samdi hún atónal kammerverk en varð síðar hluti af San Francisco Tape Music Center á 7. áratugnum sem var í senn hljóðver og tónlistarleg hreyfing sem hýsti alls kyns tilraunastarfsemi og listviðburði.

Eftir að vinna með sérstillta harmónikku og rafhljóðfæri í rauntíma fór hún að kanna mörk spuna og tónsmíða og þróaði hugmyndafræði sem hún kallar Deep Listening eða djúphlustun.

Hópurinn Fengjastrútur hefur verið að æfa djúphlustun undanfarið og mun flytja nokkur af þessum verkum svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt dagskrá mun skoða mismunandi tímabil úr smiðju þessa sérstæða tónskálds.

Lesa meira

Sláturtíð

Tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) verður haldin í fjórða sinn dagana 24.–27. október og í annað sinn í samvinnu við Jaðarber. Á dagskránni eru hvorki meira né minna en fimm tónleikar. Nánar hér

Jaðarber og UNM 2012 – Music Innovation

Jaðarber heldur fyrstu tónleika starfsársins í samvinnu við UNM (Ung Nordisk Musik) tónlistarhátíðina sem haldin er á Íslandi í ár. Hátíðin er öll hin veglegasta og ber undirtitilinn Music Innovation. Listasafn Rekjavíkur gengur til samstarfs við hátíðina með smiðju og tónleikum, en á hátíðinni er lögð áhersla á nýsköpun í hljóðfæragerð og notkun hljóðfæranna í verkum ungra tónskálda. Haldnar verða smiðjur þar sem fimm tónskáld starfa saman, eitt frá hverju þátttökulandanna. Afraksturinn má m.a. heyra á tónleikunum. Fjöldi flytjenda kemur fram á tónleikunum, innlendra sem erlendra. Spennandi!

Efnisskrá tónleikanna föstudaginn 31. ágúst kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.

Lesa meira