Lindsay Vickery – Þögla byltingin / Silent Revolution

Jaðarber verður með sýningarbás á Myrkum Músíkdögum 2015 og í samvinnu við hátíðina kynnir Berið komu ástralska tónskáldsins og klarinettuleikarans Lindsay Vickery hingað til lands. Lindsay hefur sérstakan áhuga á nýtingu hreyfinótna og myndbanda í flutningi tónverka og má hér heyra og líta augum ný verk eftir íslensk tónskáld sem starfað hafa með svipuðum aðferðum auk annarra verka eftir tónskáld frá Vestur-Ástralíu.
Kaldalónssalur í Hörpu, föstudaginn 30. janúar kl: 22.00.
/
Peripheriberry´s showcase at the Dark Music Days festival 2015. In close co-operation, featuring the Australian composer and clarinetist Lindsay Vickery, performing audiovisual music with animated notation and use of video in musical performance. In the concert, titled ‘Silent revolution’ he will team up with Icelandic composers-performers who often apply similar methods, in blend with music by other West-Australian composers.
Kaldalón Hall in Harpa Music Hall, Friday January 30th at 10pm.

Lesa meira

Vetrarkvöld og víóla / Winter Viola

Næstu tónleikar á Jaðarberi: Miðvikudagskvöldið 19. nóvember í Hafnarhúsinu kl. 20:00 – ókeypis inn –

Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur ný íslensk og erlend verk fyrir sóló víólu, víólu og rafhljóð og eigin verk fyrir lítinn kammerhóp.

Á meðal höfunda auk Kristínar eru Þráinn Hjálmarsson, Finnur Karlsson, John Strieder og Mansoor Hosseini.

Myndvörpun/vídjó: Habbý Ósk

Með Kristínu koma fram Berglind María Tómasdóttir, flautur, Kristín Þóra Pétursdóttir, bassaklarínett, Veroníque Vaka Jaques, selló og Bergrún Snæbjörnsdóttir, franskt horn.

/

Next Peripheriberry concert: Wednesday November 19th in Hafnarhúsid – Reykjavík Art Museum at 8 pm – free entrance –

Kristín Thóra Haraldsdóttir performs new works for solo viola, viola and electronics and premieres some brand new chamber works.

Also works by Thráinn Hjálmarsson, Finnur Karlsson, John Strieder and Mansoor Hosseini.

Video works/visuals: Habbý Ósk

Performers with Kristín are Berglind María Tómasdóttir, flutes, Kristín Thóra Pétursdóttir, bass clarinet, Veroníqe Vaka Jaques, cello and Bergrún Snæbjörnsdóttir, French horn.

Lesa meira

Sláturtíð 2014 / International S.L.Á.T.U.R. music festival


Sláturtíð, tónlistarhátíð Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, verður haldin í sjötta sinn dagana 9.-11. október. Þetta er jafnframt fjórða árið sem Sláturtíð er haldin í samstarfi við Jaðarber. Dagskráin í ár er eftirfarandi og er ókeypis á alla viðburði sem fram fara í Hafnarhúsinu. Sértækir gestir eru m.a. norska tríóið Tøyen Fil og Klafferi, Ingólfur Vilhjálmsson, klarínettuleikari og Goodiepal.
/
The sixth annual festival of the composers´ collective S.L.Á.T.U.R. will be held in cooperation with Peripheriberry for the fourth time now from October 9th-11th. With special guests: Norwegian trio Tøyen Fil og Klafferi, Ingólfur Vilhjálmsson, clarinetist and Goodiepal. Events take place in Hafnarhúsid, Reykjavík Art Museum and are free of charge. Program as follows:

09.okt. fimmtudagur kl 20:00 – OPNUN/Opening with Tøyen Fil og Klafferi
10.okt. föstudagur kl 20:00 – GOODIEPAL
11.okt. laugardagur kl 15:00 – LANGT TÓNVERK/A long composition
11.okt. laugardagur kl 20:00 – INGÓ KLARINETT
Meira/more

Johannes Kreidler heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar/Johannes Kreidler – portrait: concert, lecture and panel discussion

Johannes Kreidler heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar í samvinnu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Hádegisfyrirlestur og málþing er tengjast verkum og gjörningum Johannesar Kreidler í tónleikasal Listaháskóla Íslands; Sölvhóli, föstudaginn 19. september – Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 12:30 – Johannes Kreidler kynnir eigin verk.
Kaffihlé
Kl. 14:00 – Málþing um höfundarrétt og eignarhald á tónlist með vísan til verka Johannesar Kreidler, m.a. „Product Placement“, sem varpa fram spurningum um eignarhald á tónlist og sanngjarna notkun eða „fair use“.

Þorbjörg Daphne Hall, tónlistarfræðingur og lektor við LHÍ, stýrir pallborði en í því sitja Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, tónlistarmaður og þingmaður Bjartrar framtíðar, Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Atli Ingólfsson, tónskáld og Johannes Kreidler.

Fyrirlestur og málþing munu fara fram á ensku.

Portrett tónleikar með verkum Johannesar Kreidler verða mánudagskvöldið 22. september kl: 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Berglind María Tómasdóttir, flauta, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka, Frank Aarnink, slagverk, Guido Bäumer, baritón saxófónn, Sigurður Halldórsson, selló, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó – Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
//
Lecture and panel discussion in connection with the works and performances of Johannes Kreidler, held in cooperation with the music department of the Iceland Academy of the Arts on Friday September 19th in the academy´s venue Sölvhóll, Sölvhólsgata 13.

The program is as follows:

12pm30: Johannes Kreidler – lecture
Break
2 pm: Panel discussion on music and copyright issues and „fair use“ in connection with Kreidler´s musical output.

Participating are Johannes Kreidler, Helgi Hrafn Gunnarsson, MP for the Icelandic Pirate Party, Óttarr Proppé, musician and MP for Bright Future, Gudrún Björk Bjarnadóttir, General Manager of STEF (The Performing Rights Society of Iceland) and Atli Ingólfsson, composer. Leader of panel discussion is Thorbjörg Daphne Hall, musicologist and programme director for music theory and literature at the Iceland Academy of the Arts.

Lecture and panel discussion will be held in English.

Portrait concert with Kreidler´s works will be held on Monday September the 22nd at 8 pm in Hafnarhúsið, Reykjavík Art Museum. Performers: Una Sveinbjarnardóttir, violin, Berglind María Tómasdóttir, flute, Flemming Vidar Valmundsson, accordion, Frank Aarnink, percussion, Guido Bäumer, baritone saxophone, Sigurdur Halldórsson, cello, Tinna Thorsteinsdóttir, piano.

Lesa meira

Zoë Martlew flytur kabarettinn Revue Z, frumflutningur + vinnustofa

„ljóska, selló, dýna og mikið af stafrænum hljóðum…“

– Miðvikudagskvöldið 14. maí í Hafnarhúsinu kl: 20 – Revue Z, einnar-konu-söngleikjakabarett með Zoë Martlew – ókeypis inn

– Miðvikudagskvöldið 21. maí í Hafnarhúsinu kl: 20 – Zoë Martlew frumflytur verkið Makhana eftir Gunnar Karel Másson, hljóðskáld og Maríu Dalberg, vídeóskáld – ókeypis inn

/

Jaðarber kynnir komu framúrstefnu-kabarettlistakonunnar Zoë Martlew til landsins. Zoë Martlew er sellóleikari, tónskáld og alhliða listflytjandi og mun koma fram á tvennum tónleikum hjá Jaðarberi auk þess að halda vinnustofu í spuna og leikhúsi, miðluðu með tónlist.

Miðvikudagskvöldið 14. maí mun Zoë flytja einleikinn Revue Z, sem hún hefur flutt við góðan orðstír um allt Bretland og á tónlistarhátíðum víða um heim. Í verkinu tvinnar hún saman eigin tónlist og vel þekktum slögurum sem hún velur út frá hverjum tónleikastað fyrir sig. Inn í þetta fléttast svo spuni, kynferði, húmor og alls kyns útúrdúrar. Frá því hún kom fyrst fram með sýninguna hefur hún unnið með hinum rómaða leikstjóra Toby Sedgwick; verðlaunahafa Laurence Olivier verðlaunanna og John Baxter, deildarstjóra LAMDA skólans.

Miðvikudagskvöldið 21. maí mun Zoë frumflytja verkið Makhana sem Gunnar Karel Másson, hljóðskáld og María Dalberg, vídeóskáld hafa verið að vinna að síðan í janúar á þessu ári og er sérstaklega samið með hana í huga. Í verkinu munu áhorfendur ferðast um litbrigði hljóðsins í draumkenndum leiðslum fljótandi hugsana. Verkið er heildstæð upplifun þar sem mynd er ekki hljóðsett og hljóð ekki myndskreytt, heldur er hljóð og mynd eitt og hið sama.

Dagana 16.-18. maí heldur Zoë Martlew, ásamt tónlistarkonunum Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur, opna vinnustofu um listgjörninga á mörkum leiklistar og tónlistar.
Zoë mun þar fjalla um spuna, með eða án hljóðfæra, m.a. út frá prósaverkum Aperghis. Þá mun hún kynna þær aðferðir sem hún notast við í Revue Z, auk þess að tæpa á aðferðum tónskálda á borð við Kagel, Foss, Cardew, Cage og Brown, skoða aleatórík (tilviljanir) í verkum eftir Lutoslawski, Maderna ofl.

Þórunn Gréta og Kristín Þóra munu greina þá möguleika sem felast í að má út mörkin á milli tónlistar og leiklistar á sviði og aðferðir til þess að gera báðum þáttum jafnhátt undir höfði. Þá verða einnig skoðaðar aðferðir til að skrifa raddskrár fyrir slík verk með því að vísa til verka á borð við Staatstheater eftir Kagel auk kynningar á fornum og framandi tónleikhúshefðum, „object-theatre“ og fleiru.

Vinnustofan er ókeypis og öllum opin. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og tekið er við skráningum á netfangið jadarber@jadarber.is

Tímar vinnustofunnar eru sem hér segir:

Fös 16. maí 14:30-16:30
Lau 17. maí 10:30-14:30
Sun 18. maí 11:30-16:30

Lesa meira

Svefnherbergi/Bedroom

Tónlistarviðburður á Jaðarberi miðvikudagskvöldið 19. mars 2014 kl: 20.00 í Hafnarhúsinu.

Halla Steinunn Stefánsdóttir og Berglind María Tómasdóttir flytja verk sem hverfast um vitund og undirdjúp, svefnfarir og handanheima. Sérstakur gestur: Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur.

Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Nicholas Deyoe, Þorkel Sigurbjörnsson, Clinton McCallum, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Höllu Steinunni Stefánsdóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur.

//

Concert Wednesday March 19 2014 at 8 pm in Hafnarhúsid.

Halla Steinunn Stefánsdóttir, violin and Berglind María Tómasdóttir, flutes and “hrokkur” come together and perform a program around the motives consciousness, abyss, dreaming and the other world. Special guest: Sigurbjörg Thrastardóttir, writer.

Works by Thurídur Jónsdóttir, Nicholas Deyoe, Thorkell Sigurbjörnsson, Clinton McCallum, Hildur Gudnadóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Anna Thorvaldsdóttir, Halla Steinunn Stefánsdóttir and Berglind María Tómasdóttir.

Lesa meira

SONIC 2.1

Sonic 2.1 – Elektrónískir tónleikar – miðvikudagskvöldið 19. febrúar í Hafnarhúsinu kl: 20 – ókeypis inn.

Verk eftir: Árni Guðjónsson (live set), Marcus Wrangö, Christos Farmakis, Ylva Lund Bergner og Jonatan Liljedahl.

Sonic 2.1 er úrval verka frá tónlistarhátíðinni Sonic 2.0 Cold sounds / Warm hearts sem fram fór í Kaupmannahöfn síðastliðinn september.
Sonic einbeitir sér að því að rannsaka sambandið á milli “elektrónískra” rafhljóða og akústískra hljóðfæra eða rýmis. Verkin sem við heyrum eru öll að vinna aðallega með samtalið á milli rýmis og hljóða, hvert á sinn hátt.

//

A premium selection: The Icelandic version 2.1 of the electronic festival Sonic 2.0 which was held in Copenhagen in fall 2013. Featuring: Árni Gudjónsson (live set), Marcus Wrangö, Christos Farmakis, Ylva Lund Bergner and Jonatan Liljedahl.
When: Wednesday February 19 at 8 pm – Where: Hafnarhúsid – free admission.

Sonic Festival

Lesa meira