Þránófónar í nútíð og þátíð

Á þessum tónleikum verða leikin verk á og fyrir Þránófóna og Dórófóna, hljóðfæri smíðuð af Þráni Hjálmarssyni og Halldóri Úlfarssyni. Einnig verða hljóðfærin sett í sögulegt samhengi við ýmsa hljóðgjörninga frá 20. öld sem vinna með „bakflæði“/„endurgjöf“ (e. feedback) s.s. eftir Alvin Lucier og Steve Reich.
Miðvikudaginn 27. febrúar, kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.
//
Concert dedicated to the new Icelandic musical instrument Thránóphone will be held at Reykjavík Art Museum – Hafnarhús, Wednesday 27th of February at 20. On the program there are Icelandic premiers of Alvin Lucier’s I am sitting in a Room and Steve Reich’s Pendulum Music and music made for Thránóphones by composers Thráinn Hjálmarsson, Áki Ásgeirsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir and Ingi Gardar Erlendsson. Free admission

Dagskrá/program:
Steve Reich – Pendulum Music (1968/1973) – Frumflutningur á Íslandi
Þráinn Hjálmarsson – 8′ fyrir 4 Þránófóna (2007)
Alvin Lucier – I am sitting in a room (1969) – Frumflutningur á Íslandi
-Hlé-
Ingi Garðar Erlendsson/Þráinn Hjálmarsson – Nýtt verk
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Lohanimalia (2012)
Áki Ásgeirsson – 293° (2011)

Flytjendur/performers:
Bára Gísladóttir, kontrabassi
Örn Ýmir Arason, kontrabassi
Snorri Heimisson, fagott
Hallvarður Ásgeirsson Herzog, gítar (ring modulator)
Þráinn Hjálmarsson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Magnús Jensson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Gunnar Karel Másson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Halldórófónn, selló
Ingi Garðar Erlendsson, Þránófónn #2: Requiem, Þránófónn #1, Pendulum Music

Lesa meira

Þránófónn á Safnanótt

Á Vetrarhátíð ætlar Jaðarber að vera með kyningu á starfsemi sinni og hinu stórmerkilega hljóðfæri Þránófóninum, sem mun vera í burðarhlutverki á næstu tónleikum Jaðarbers: Þránófónar í nútíð og þátíð, þann 27. febrúar. Tónleikarnir og hljóðfærið eru hugarfóstur tónskáldsins Þráins Hjálmarssonar, en þar munum við m.a. heyra í fyrsta sinn á Íslandi verk Alvins Lucier, I am sitting in a room, ásamt fleira góðmeti. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 8. febrúar kl: 21.30 á Kjarvalsstöðum.

Pauline Oliveros – Portrett

Tónleikar á Kjarvalsstöðum – laugardaginn 24. nóv. kl: 15 – Aðgangur ókeypis

Á þessum tónleikum ætlar Jaðarber að grandskoða tónlist hinnar merku Pauline Oliveros sem verður áttræð á árinu.

Pauline Oliveros mun heiðra okkur með internet nærveru sinni á tónleikunum og er það Jaðarberi mikill heiður!
————–

Pauline Oliveros er eitt áhrifamesta tónskáld bandarískrar tilraunatónlistar á 20. öld. Fyrst á ferlinum samdi hún atónal kammerverk en varð síðar hluti af San Francisco Tape Music Center á 7. áratugnum sem var í senn hljóðver og tónlistarleg hreyfing sem hýsti alls kyns tilraunastarfsemi og listviðburði.

Eftir að vinna með sérstillta harmónikku og rafhljóðfæri í rauntíma fór hún að kanna mörk spuna og tónsmíða og þróaði hugmyndafræði sem hún kallar Deep Listening eða djúphlustun.

Hópurinn Fengjastrútur hefur verið að æfa djúphlustun undanfarið og mun flytja nokkur af þessum verkum svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt dagskrá mun skoða mismunandi tímabil úr smiðju þessa sérstæða tónskálds.

Lesa meira

Sláturtíð

Tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) verður haldin í fjórða sinn dagana 24.–27. október og í annað sinn í samvinnu við Jaðarber. Á dagskránni eru hvorki meira né minna en fimm tónleikar. Nánar hér

Jaðarber og UNM 2012 – Music Innovation

Jaðarber heldur fyrstu tónleika starfsársins í samvinnu við UNM (Ung Nordisk Musik) tónlistarhátíðina sem haldin er á Íslandi í ár. Hátíðin er öll hin veglegasta og ber undirtitilinn Music Innovation. Listasafn Rekjavíkur gengur til samstarfs við hátíðina með smiðju og tónleikum, en á hátíðinni er lögð áhersla á nýsköpun í hljóðfæragerð og notkun hljóðfæranna í verkum ungra tónskálda. Haldnar verða smiðjur þar sem fimm tónskáld starfa saman, eitt frá hverju þátttökulandanna. Afraksturinn má m.a. heyra á tónleikunum. Fjöldi flytjenda kemur fram á tónleikunum, innlendra sem erlendra. Spennandi!

Efnisskrá tónleikanna föstudaginn 31. ágúst kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.

Lesa meira

Gramsað í dótakassanum

Grams – Tónleikar með dóti og leikjum á Jaðarberi – miðvikudagskvöld 28. mars kl: 20 – Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur – Aðgangur ókeypis.

Á þessum tónleikum verður kannað hvaða leikföng gefa frá sér hljóð og jafnvel búin til tónlist. Aðalatriðið er að dótið sé skemmtilegt, fjölbreytt og litskrúðugt. Frumflutt verða verk eftir nokkra af helstu dóta- og leikjatónlistarsérfræðingum landsins: Charles Ross, Pál Ivan frá Eiðum og Jesper Pedersen, sem allir hafa mjög gaman af dóti. Einnig munu ný og nýleg tónskáld innan flytjendahópsins kveða sér hljóðs. Þá verða eldri alþjóðleg dóta- og leikjaverk flutt og saga dótsins og leiksins því skoðuð í samhengi. Má þar nefna verk eftir Þráin Hjálmarsson, Áka Ásgeirsson og Inga Garðar Erlendsson. Að lokum bregða allir flytjendur vonandi á leik í einum allsherjar dótagjörningi.

Sérstakir gestir og flytjendur eru:

Una Sveinbjarnardóttir, Katie Buckley, Frank Aarnink, Páll Ivan Pálsson, Jesper Pedersen, Tinna Þorsteinsdóttir, Þráinn Hjálmarsson
og
Skúli mennski

Lesa meira

Berjasulta eða Strike/Illuminate

Strike/Illuminate – NorthArc slagverkstríóið – Tónleikar sunnudaginn 18. mars 2012 kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.

NorthArc slagverkstríóið er á debut tónleikaferðalagi um Skandinavíu um þessar mundir sem kallast Strike/Illuminate. Þau munu halda sex tónleika í fjórum löndum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og hefja ferðalagið á íslandi.

Á tónleikum Jaðarbers leika þau Dressur, meistaraverk Mauricios Kagel fyrir súrealískt tónlistarleikhús, auk þess sem þau munu frumflytja þrjú ný verk á tónleikunum þar sem tónsmíðarnar notast við ljós og lýsingu á einhvern hátt. Þau munu frumflytja splunkunýtt verk Önnu Þorvaldsdóttur, Aura, sem samið var fyrir tríóið og einnig ný verk eftir bandaríska tónskáldið Carolyn Chen og Antoniu Barnett-McIntosh frá Nýja Sjálandi.

Tríóið leggur áherslu á samtvinnun listgreina með því að leggja rækt við að panta ný verk og gera tilraunir með tónleikaformið. Meðlimir NorthArc eru búsettir í Noregi, en það eru þau Sindre Sætre, Vidar Thorbjørnsen og Jennifer Torrence.

Það er Jaðarberi sérstök ánægja að fá þessa gesti í heimsókn og óhætt að segja að slagverkstónleikar eru skemmtileg tíðindi á Íslandi. Sérlega skemmtilegt er að að geta boðið upp á þrjá frumflutninga með hópnum!

Meira á www.northarc.no