Á dagskrá // the season

Dagskrá Jaðarbers vorið 2016 // Program Spring 2016

Jaðarber Got hæfileikar
Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar á Listahátíð í Reykjavík, stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Höfundur: Berglind María Tómasdóttir.
//
In Jaðarber Got hæfileikar at Reykjavik Arts Festival, the amazing musicians Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason and Kristín Þóra Haraldsdóttir will expose their true talent and compete amongst themselves. Composer: Berglind María Tómasdóttir.
Sunnudaginn 22. maí kl: 20 í Mengi//Sunday May 22nd at 8pm in Mengi
Meira//more

Dagskrá Jaðarbers haustið 2015 // Program Fall 2015

Sláturtíð 2015 // The S.L.Á.T.U.R. Harvest Festival 2015
Sláturtíð, tónlistarhátíð Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 24. október.
//
The seventh annual festival of the composers´ collective S.L.Á.T.U.R. will be held on Saturday October 24th.
Meira//more

Áki frá Garði – tónleikar // Concert with Áki frá Gardi
Áki Ásgeirsson, tónsmiður, varð fertugur á árinu og Berið óskar honum innilega til hamingju með sérstökum tónleikum. Flytjendur: Páll Ivan frá Eiðum, Sunna Ross, Áki Ásgeirsson, Ásthildur Ákadóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Jesper Pedersen.
//
Áki Ásgeirsson, composer, turned 40 this year and with big congrats from Peripheriberry, we will celebrate with a special concert. Performers are Páll Ivan frá Eidum, Sunna Ross, Áki Ásgeirsson, Ásthildur Ákadóttir, Tinna Thorsteinsdóttir and Jesper Pedersen.
Miðvikudaginn 11. nóvember kl: 20.00//Wednesday November 11 at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

———————————————————————————

Dagskrá Jaðarbers 2014-2015 // Program 2014-2015

Johannes Kreidler heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar // Johannes Kreidler – portrait: concert, lecture and panel discussion
Hádegisfyrirlestur og málþing um höfundarrétt og eignarhald á tónlist með vísan til verka Johannesar Kreidler, m.a. „Product Placement“, sem varpa fram spurningum um eignarhald á tónlist og sanngjarna notkun eða „fair use“. Fyrirlestur Kreidlers og málþing eru haldin í samvinnu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og fara fram í tónleikasal Listaháskóla Íslands; Sölvhóli, föstudaginn 19. september. Þorbjörg Daphne Hall, tónlistarfræðingur og lektor við LHÍ, stýrir pallborði en í því sitja Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, tónlistarmaður og þingmaður Bjartrar framtíðar, Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Atli Ingólfsson, tónskáld og Johannes Kreidler.

Portrett tónleikar með verkum Johannesar Kreidler verða mánudagskvöldið 22. september kl: 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Berglind María Tómasdóttir, flauta, Frank Aarnink, slagverk, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka, Guido Bäumer, baritón saxófónn, Sigurður Halldórsson, selló, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó.
//
Lecture and panel discussion on music and copyright issues and „fair use“ in connection with Kreidler´s musical output. Held in cooperation with the music department of the Iceland Academy of the Arts on Friday September 19th in the Iceland Academy of the Art´s venue Sölvhóll, at Sölvhólsgata 13. Participating are Johannes Kreidler, Helgi Hrafn Gunnarsson, MP for the Icelandic Pirate Party, Óttarr Proppé, musician and MP for Bright Future, Guðrún Björk Bjarnadóttir, General Manager of STEF (The Performing Rights Society of Iceland) and Atli Ingólfsson, composer. Leader of discussion is Thorbjörg Daphne Hall, musicologist and programme director for music theory and literature at the Iceland Academy of the Arts.

Portrait concert with Kreidler´s works will be held on Monday September the 22nd at 8 pm in Hafnarhúsid, Reykjavík Art Museum. Performers: Una Sveinbjarnardóttir, violin, Berglind María Tómasdóttir, flute, Frank Aarnink, percussion, Flemming Vidar Valmundsson, accordion, Guido Bäumer, baritone saxophone, Sigurdur Halldórsson, cello, Tinna Thorsteinsdóttir, piano.
Meira//more

Sláturtíð // International Music Festival of S.L.Á.T.U.R.
Sláturtíð, tónlistarhátíð Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík, verður haldin í sjötta sinn dagana 9.-11. október. Þetta er jafnframt fjórða árið sem Sláturtíð er haldin í samstarfi við Jaðarber. Gestir Sláturtíðar í ár verða m.a. hið norska tríó Tøyen Fil og Klafferi, Ingólfur Vilhjálmsson, klarinettuleikari og Goodiepal.
//
The sixth annual festival of the composers´ collective S.L.Á.T.U.R. will be held in cooperation with Peripheriberry for the fourth time now from October 9th-11th. With special guests: Norwegian trio Tøyen Fil og Klafferi, Ingólfur Vilhjálmsson, clarinetist and Goodiepal.
Sláturtíð verður haldin í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur//The festival takes place in Hafnarhúsid, Reykjavík Art Museum.
Meira//more

Vetrarkvöld og víóla // Winter Viola
Tónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur eru miðvikudagskvöldið 19. nóvember kl: 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Auk hennar koma fram Berglind María Tómasdóttir, flauta og bassaflauta, Kristín Þóra Pétursdóttir, bassaklarínett, Veroníque Vaka Jaques, selló og Bergrún Snæbjörnsdóttir, franskt horn. Frumflutt verða ný kammerverk eftir Kristínu Þóru, auk þess flutt verk eftir Þráin Hjálmarsson, Finn Karlsson og John Strieder. Myndvörpun/vídjóverk: Habbý Ósk.
//
Kristín Thóra Haraldsdóttir´s concert will be held Wednesday November 19 at 8pm in Hafnarhúsid, Reykjavík Art Museum. Performing with Kristín are Berglind María Tómasdóttir, flute/bass flute, Kristín Thóra Pétursdóttir, bass clarinet, Veroníque Vaka Jaques, cello and Bergrún Snæbjörnsdóttir, French horn. The premiere of some new chamber works by Kristín plus works by Thráinn Hjálmarsson, Finnur Karlsson and John Strieder. Visuals/video works: Habbý Ósk.
meira//more

Lindsay Vickery – Þögla byltingin // Silent Revolution
Jaðarber verður með sýningarbás á Myrkum Músíkdögum 2015 og í samvinnu við hátíðina kynnir Berið komu ástralska tónskáldsins og klarinettuleikarans Lindsay Vickery hingað til lands. Lindsay hefur sérstakan áhuga á nýtingu hreyfinótna og myndbanda í flutningi tónverka og má hér heyra og líta augum ný verk eftir íslensk tónskáld sem starfað hafað með svipuðum aðferðum auk annarra verka eftir tónskáld frá Vestur-Ástralíu.
Kaldalónssalur í Hörpu, föstudaginn 30. janúar kl: 22.00.
//
Peripheriberry´s showcase at the Dark Music Days festival 2015. In close co-operation, featuring the Australian composer and clarinetist Lindsay Vickery, performing audiovisual music with animated notation and use of video in musical performance. In the concert, titled ‘Silent revolution’ he will team up with Icelandic composers-performers who often apply similar methods, in blend with music by other West-Australian composers.
Kaldalón Hall in Harpa Music Hall, Friday January 30th at 10pm.

Meira//more

Jesper Pedersen – Sjálfur // Self
Jesper Pedersen, tónskáld og hljóðlistamaður, verður í aðalhlutverki á Jaðarberi í maí. Verk hans kanna hljóð, performans, konsept, myndefni og forma persónulegan flúxus með heimagerðri tækni og rauntímanótnaskrift. Nýjasta nýtt frá Jesper á þessum tónleikum.
//
Jesper Pedersen, composer and sound artist, will be Peripheriberry´s focal point in May. His works explore sound, performance, concepts, visuals – a personal fluxus through the use of home brew music technology and real time musical notation. The newest from Jesper in this concert.
Miðvikudaginn 6. maí kl: 20.00//Wednesday May 6th at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

Charles Ross – Afmælistónleikar // Portrait
Charles Ross, tónskáld, varð fimmtugur á árinu og eru portretttónleikar Jaðarbers fyrsti liður í afmælishátíð sem haldin er í þremur áföngum vítt um landið.
//
Charles Ross, composer, turned 50 this year and on this occasion there will be an anniversary feast in three parts, the first being a portrait concert in Peripheriberry concert series.
Mánudaginn 8. júní kl: 20//Monday June 8th at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

——————————————————————————
Dagskrá Jaðarbers 2013-2014 // Program 2013-2014

Tónleikhús og neoN Ensemble (NO) // Music Theatre and neoN Ensemble (NO)
Nýtt tónleikverk Elsa alvitra eftir tónskáldið Þórunni Grétu Sigurðardóttur verður frumflutt á Jaðarberi, en verkið er byggt á samnefndu Grimms-ævintýri. Á sömu tónleikum munu meðlimir hins unga og efnilega neoN Ensemble frá Noregi flytja verk eftir tónsmíðanema úr Listaháskóla Íslands. Verkin eru afrakstur vinnusmiðju sem haldin er í samvinnu við LHÍ. Verk eiga Gísli Magnússon, Bára Gísladóttir og Örnólfur Eldon.
//
The premiere of a new music theatre piece – Clever Else – based on a Grimm´s fairy tale by composer Thórunn Gréta Sigurdardóttir. Members from the young, Norwegian neoN Ensemble are performing some brand new works in the same concert by composition students from the Iceland Academy of the Arts, after giving a workshop in cooperation with the academy. Works by Thorkell Nordal, Gísli Magnússon, Bára Gísladóttir and Örnólfur Eldon.
Þriðjudaginn 24. september kl: 20.00//Tuesday September 24 at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

Sláturtíð enn aftur // International Music Festival of S.L.Á.T.U.R. yet again
Hin árlega Sláturtíð tónskáldahópsins S.L.Á.T.U.R. verður haldin í þriðja sinn í samvinnu við Jaðarber dagana 16.-19. október.
//
The annual festival of the composers´ collective S.L.Á.T.U.R. will be held in cooperation with Peripheriberry for the third time now from October 16h-19th.
Hafnarhús
Meira//more

For John Cage: Morton Feldman
Fyrir John Cage eftir Morton Feldman fyrir fiðlu og píanó er frá árinu 1982 og verður flutt á Jaðarberi af Unu Sveinbjarnardóttur, fiðluleikara og Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara.
//
A performance of ‘For John Cage’ (1982) by Morton Feldman by Una Sveinbjarnardóttir, violinist and Tinna Thorsteinsdóttir, pianist.
Miðvikudaginn 27. nóvember kl: 20.00//Wednesday November 27 at 8 pm
Kjarvalsstaðir
Meira//more

Sonic 2.1
Úrval verka frá elektrónísku tónlistarhátíðinni Sonic Festival 2.0 sem fram fór í Kaupmannahöfn síðastliðinn september. Meðal annarra: Marcus Wrangö – Cube5 (electronic audiovisual), Christos Farmakis – “0” (soundscape í kringum ljóðið „0“ eftir Uwe Dippelt, Ylva Lund Bergner – Gatto Solar, Jonatan Liljedahl “lounge” mix, Árni Guðjónsson – [Insert a piece of your name here] (live set).
//
A premier selection: The Icelandic version 2.1 of the electronic festival Sonic 2.0 which was held in Copenhagen in fall 2013. Featuring: Marcus Wrangö, Christos Farmakis, Ylva Lund Bergner, Jonatan Liljedahl and Árni Gudjónsson (live set).
Miðvikudaginn 19. febrúar kl: 20.00//Wednesday February 19 at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

Svefnherbergi // Bedroom
Halla Steinunn Stefánsdóttir og Berglind María Tómasdóttir flytja verk sem hverfast um vitund og undirdjúp, svefnfarir og handanheima. Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Nicholas Deyoe, Þorkel Sigurbjörnsson, Clinton McCallum, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Höllu Steinunni Stefánsdóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur.

Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðla
Berglind María Tómasdóttir flautur, hrokkur
//
Halla Steinunn Stefánsdóttir, violin and Berglind María Tómasdóttir, flutes and “hrokkur” come together and perform a program around the motives consciousness, abyss, dreaming and the other world. Works by Anna Thorvaldsdóttir, Thurídur Jónsdóttir, Nicholas Deyoe, Hildur Gudnadóttir, Thorkell Sigurbjörnsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Clinton McCallum, Halla Steinunn Stefánsdóttir and Berglind María Tómasdóttir.
Miðvikudaginn 19. mars kl: 20.00//Wednesday March 19 at 8 pm
Hafnarhús
Meira//more

Zoë Martlew flytur kabarettinn Revue Z, frumflutningur + vinnustofa // Zoë Martlew performs Revue Z, premiere + workshop
Einnar konu kabarettinn Revue Z hefur farið sigurför um Bretland og víðar og kemur nú til Íslands. Zoë Martlew flytur Revue Z miðvikudaginn 14. maí, en einnig mun hún frumflytja nýtt verk, Makhana, miðvikudaginn 21. maí eftir Gunnar Karel Másson, hljóðskáld og Maríu Dalberg, vídeóskáld. Zoë heldur vinnustofu 16.-18. maí ásamt tónlistarkonunum Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur, þar sem spuna í tónlist og leiklist er gert jafn hátt undir höfði.
//
Zoë Martlew performs her one-woman cabaret musical show Revue Z on May 14th, premieres a new work, Makhana, by composer Gunnar Karel Másson and video artist María Dalberg on May 21st and gives an improv workshop from May 16-18 with musicians Thórunn Gréta Sigurdardóttir and Kristín Thóra Haraldsdóttir.
Miðvikudagskvöldið 14. maí kl: 20.00 // Wednesday May 14 at 8 pm – Revue Z with Zoë Martlew
Hafnarhús
Miðvikudagskvöldið 21. maí kl: 20.00 // Wednesday May 21 at 8 pm – Premiere of new work, Makhana, by Gunnar Karel Másson and María Dalberg with Zoë Martlew
Hafnarhús
Meira//more

—————————————————–
Dagskrá Jaðarbers 2012-2013 // Program 2012-2013

UNM/Music Innovation
Ung Nordisk Musik – UNM tónlistarhátíðin er haldin á Íslandi í ár, en á hátíðinni er lögð áhersla á nýsköpun í hljóðfæragerð og notkun hljóðfæranna í verkum tónskálda. Jaðarber heldur tónleika ásamt UNM þar sem afrakstur tveggja daga smiðju ungra norrænna tónskálda er sýndur.
-Tónleikar-
Föstudag 31. ágúst kl. 20:00
Hafnarhús

Sláturtíð aftur // International Music Festival of S.L.Á.T.U.R. again
Tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R.s (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík) verður haldin í fjórða sinn dagana 24.–27. október og í annað sinn í samvinnu við Jaðarber. Á dagskránni eru hvorki meira né minna en fernir tónleikar.
Dagskrá
Hafnarhús

Pauline Oliveros – portrett
Pauline Oliveros er fædd 1932 og verður því áttræð árið 2012, en það er kominn tími til að Íslendingar fái að heyra tónlist þessarar merku konu. Hún er amerískur harmonikkuleikari og tónskáld og er jafnframt lykilpersóna í þróun elektrónískrar tónlistar. Tónlist hennar einkennist af tilraunamennsku, mínímalisma, orðskipunum, er á mörkum spuna og einnig sækir hún í dulspeki og austræn trúarbrögð. Á tónleikunum verður reynt að endurskapa veröld og stemmningu í kringum hana, bæði sjónrænt og hljóðrænt.
-Tónleikar-
Laugardag 24. nóv. kl. 15:00
Kjarvalsstaðir

Þránófónar í nútíð og þátíð // Thránóphones Past and Present
Á þessum tónleikum verða leikin verk á og fyrir Þránófóna og Dórófóna, hljóðfæri smíðuð af Þráni Hjálmarssyni og Halldóri Úlfarssyni. Einnig verða hljóðfærin sett í sögulegt samhengi við ýmsa hljóðgjörninga frá 20. öld sem vinna með „bakflæði“/„endurgjöf“ (e. feedback) s.s. eftir Alvin Lucier og Steve Reich.
Miðvikudag 27. febrúar kl. 20:00
Hafnarhús

Þýsk tilraunatónlist kemur í heimsókn // Gerhard Stäbler and Kunsu Shim
Tónleikar tileinkaðir verkum Kunsu Shim og Gerhard Stäbler. Þeir hafa verið leiðandi í mismunandi öngum af þýskri tilraunatónlist á undanförnum áratugum og verða báðir staddir hér á landi. Jaðarbershópurinn sem og Fengjastrútur munu flytja verk eftir þá, en einnig munu þeir sjálfir koma fram í sumum verkanna. Einnig munu áheyrendur skipa mikilvægan sess í tónlistarflutningnum.
Miðvikudag 27. mars kl. 20:00
Kjarvalsstaðir

——————————————————
Dagskrá Jaðarbers 2011-2012 // Program 2011-2012

Nú nú // Now Now
Listviðburður Bjargeyjar Ólafsdóttur, myndlistarmanns í samvinnu við Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara, Snædísi Lilju Ingadóttur, dansara, Jaðarber og Reykjavík Dance Festival auk fjölda annarra aðila. Sýningar eru tvær:
Fimmtudag 8. september kl. 12:15
Laugardag 10. september kl. 17:00
Hafnarhús
Meira

Sláturtíð // International Music Festival of S.L.Á.T.U.R.
Sláturtíð er uppskeruhátíð samtakanna S.L.Á.T.U.R. (Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík). Þar verður listrænt ágeng tónlist eftir SLÁTUR meðlimi sem og erlenda gesti leikin af ýmsum hljóðfæraleikurum og tónlistarhópum.
Dagana 28.9 – 1.10 í samstarfi við S.L.Á.T.U.R. Nánari dagskrá hátíðarinnar má finna hér.
Miðvikudag 28. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Fagverk leikur ný ágeng verk eftir íslenska og erlenda höfunda
Hafnarhús
Fimmtudag 29. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Sjálfspilandi hljóðfæri leika nýja ágenga tónlist
Hafnarhús
Föstudag 30. september kl. 12:15
-Fyrirlestur-
Bernhard og Belma Beslic-Gal úr Vortex Project fjalla um margmiðlun í list sinni
Hafnarhús
Föstudag 30. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Fengjastrútur leikur ný ágeng verk eftir íslenska og erlenda höfunda
Hafnarhús
Laugardag 1. október kl. 21:00
-Tónleikar-
Slóvensk-austuríska tvíeykið Vortex Project leikur eigin verk
Hafnarhús
Sunnudagur 2. október kl. 15:00
-Tónleikar-
Sterngucker eða Stargazer eftir Bernhard Beslic-Gal. Verkið verður flutt í hinu uppblásna Stjörnuveri
Hafnarhús

Ný list verður til // A New Art Emerges
Á samnefndri sýningu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í haust fara fram fernir tónlistargjörningar og stærri tónleikar í samvinnu við Jaðarber. Þar verður flutt tónlist frá tímabilinu 1960-´70 sem einkenndist af mikilli tilraunamennsku, en tónlist og myndlist fléttaðist oft á tíðum sterkum böndum. Hér heyrast m.a. verk eftir frumkvöðlana í Musica Nova og myndlistarmanninn Dieter Roth. Af erlendum Flúxus-listamönnum má nefna Yoko Ono, Nam June Paik, George Brecht, Tomas Schmit, Ben Vautier og Takehisa Kosugi. Einnig verða leikin verk eftir John Cage og Pauline Oliveros.
Sunnudag 18. september kl. 15:00
Sýningarstjóraspjall – Jón Proppé, listheimspekingur, ræðir við gesti um sýninguna
-Tónlistargjörningur-
Kjarvalsstaðir
Sunnudag 9. október kl. 15:00
Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, ræðir um tilraunir í tónlist á 7. áratugnum
-Tónlistargjörningur-
Kjarvalsstaðir
Miðvikudag 26. október kl. 20:00
-Tónleikar-
Kjarvalsstaðir
Sunnudag 30. október kl. 15:00
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands, ræðir um nýjar raddir í bókmenntum um miðbik sjöunda áratugarins
-Tónlistargjörningur-
Kjarvalsstaðir

Frosin ber // Frozen Berries
-Ung norræn tilraunatónlist
Verk ungra norrænna tónskálda verða hér kynnt sem hafa fengist við list á jaðri tónlistar, myndlistar og leikhúss. Nöfn eins og Simon Steen-Andersen, sem tilnefndur var til Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2010, Kaj Aune, Stine Sørlie og Øyvind Torvund. Tónleikarnir eru styrktir af Norræna menningarsjóðinum.
Miðvikudag 30. nóvember kl: 20:00
Kjarvalsstaðir
Meira

100 ára afmæli John Cage
Tónskáldið John Milton Cage Jr. fæddist 5. september 1912. Hans er nú minnst um allan heim fyrir þau stórtæku áhrif sem hann hafði á tónlistarheiminn á ferli sínum. Cage var heimspekingur, ljóðskáld, myndlistarmaður og sveppatínslumaður. Hann var leiðandi í avant-garde stefnu eftirstríðsáranna og brautryðjandi í elektrónískri og tilviljunarkenndri tónlist. Á tónleikunum verður einskonar þverskurður tekinn af ferli hans.
Miðvikudag 15. febrúar 2012 kl: 20:00
Kjarvalsstaðir
Meira

Berjasulta // Strike/Illuminate
Meðlimir NorthArc slagverkstríósins koma frá Noregi og Bandaríkjunum. Um þessar mundir eru þau á debut tónleikaferðalagi um Norðurlöndin sem kallast Strike/Illuminate og hefja leikinn á Jaðarberi þar sem þau frumflytja þrjú verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Antoniu Barnett-McIntosh og Carolyn Chen. Í öllum verkum kemur ljós eða lýsing við sögu. Á tónleikunum leika þau einnig súrealíska leikhúsverkið Dressur eftir Mauricio Kagel.
Sunnudag 18. mars 2012 kl: 20:00
Hafnarhús
Meira

Grams // Toys and Games
-Tónleikar með dóti og leikjum
Dótakassinn verður opnaður á þessum tónleikum og verk frumflutt og leikin sem hafa eitthvað með dót og leiki að gera eftir þá Charles Ross, Pál Ivan Pálsson og Jesper Pedersen. Einnig verða eldri klassísk dóta- og leikjaverk flutt eftir þá Inga Garðar Erlendsson, Þráin Hjálmarsson og Áka Ásgeirsson og ný og nýleg tónskáld innan flytjendahópsins kveða sér hljóðs. Flytjendur eru Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari, Katie Buckley, hörpuleikari, Tinna Þorsteinsdóttir, dótapíanóleikari, Frank Aarnink, slagverksleikari, Páll Ivan Pálsson, tónsmiður og ýmis hlutverk, Jesper Pedersen, tónsmiður og ýmis hlutverk og sérstakur gestur er Skúli mennski.
Miðvikudag 28. mars 2012 kl: 20:00
Kjarvalsstaðir
Meira