Um Jaðarber // about

Jaðarber er hópur tónlistarmanna sem upprunalega stóð fyrir tónlistarviðburðum í Listasafni Reykjavíkur og lagði áherslu á frumlega og tilraunakennda en jafnframt spennandi tónlist. Jaðarber bauð fram opinn faðminn því ókeypis var á viðburðina, allir voru velkomnir og markmiðið var að þeir væru í senn skemmtilegir og fræðandi. Þá var von til þess að þeir opnuðu gáttir út úr hversdagslegri grámyglu yfir í aðra heima þar sem nýjar hugmyndir ráða ríkjum. Stefnan var að bjóða upp á mikið af efni sem aldrei hafði heyrst á Íslandi eða var ekki áberandi. Verkin gátu nýtt sér alls kyns tæki og sviðsfamkomu og tónleikaformið sjálft í flestum tilfellum vettvangur tilrauna. Farið var í hinn fyrsta berjamó haustið 2011.

Tónlistin er víða ókannað land. Jaðarber hvetur því fólk áfram til þess að vera ekki hrætt við ber sem það hefur ekki smakkað áður. Skipuleggjendur sjá ávallt til þess að öll berin séu rík af næringarefnum og engin þeirra eitruð eða mygluð og vissulega engin komin fram yfir seinasta söludag.

Í dag hefur Jaðarberið þróast út í það að taka tilraunir sínar saman í 0 punkt, malla sultu og verða að einskonar lifandi tónleikhúsi. Margir koma að Jaðarberi þótt kjarninn sé hinsvegar alltaf sá sami.

Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari og stofnandi, Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld og stofnandi, Gunnar Karel Másson, tónskáld og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld eru leiðsögumenn í Jaðarberjamó.

//

Jaðarber (“Peripheriberry” – we love to say it out loud!) is a collective of musicians, which started out organizing music events in cooperation with Reykjavik Art Museum in 2011.

Peripheriberry established itself as a venue that celebrated experiments in terms of how music is created and how it is performed. It encouraged artists to do something completely different, to cross boundaries of the arts, to use various media not traditionally known to be used to perform music or to change the way music is typically performed on any given instrument. Furthermore it was expected that artists and groups, some of which are ‘underground’, would finally have the opportunity to bring their ideas to life for others to experience in professional surroundings.

Today Peripheriberry has re-evaluated itself and become a certain music theatre thing. It happened through the process and experience of everything.

But always: Enjoy all kinds of various berries!

Peripheriberry are mainly Tinna Thorsteinsdóttir, pianist and founder, Gudmundur Steinn Gunnarsson, composer and founder, Gunnar Karel Másson, composer and Thórunn Gréta Sigurdardóttir, composer.


Listasafn Reykjavíkur Ernst Von Siemens Music Fund ReykjavíkMennta- og menningarmálaráðuneyti