Charles Ross – Afmælistónleikar / Portrait

rossCharles Ross – Afmælistónleikar – Mánudagskvöldið 8. júní kl: 20 í Hafnarhúsinu.

Charles Ross, tónskáld, varð fimmtugur á árinu og eru portretttónleikar Jaðarbers fyrsti liður í afmælishátíð sem haldin er í þremur áföngum víða um landið. Í ágústlok verður opnuð sýning um tónsmíðar Charles á Skriðuklaustri sem síðan flyst í Kirkju- og menningarmiðstöðina á Eskifirði um miðjan september. Helgina 19.-20. september verða tónleikar Stelks á Skriðuklaustri og Eskifirði.

Til hamingju með afmælið Charles!

Flytjendur: Kammerhópurinn Stelkur og fleiri.
/
Charles Ross – Portrait – Monday June 8th at 8 pm – Hafnarhúsid.

Charles Ross, composer, turned 50 this year and on this occasion there will be an anniversary feast in three parts, the first being a portrait concert in Peripheriberry concert series. An exhibition on his compositional output will be held in Skriðuklaustur, East Iceland and in September in Eskifjörður Church, East Iceland with a concert and a real country feast from 19-20 September.

Happy Birthday Charles!

Performers: Stelkur Ensemble and others.

Efnisskrá/Program:

The Snow Forest (2000)
Kammerhópurinn Stelkur/Stelkur chamber group

Petteia (2010)
Una Sveinbjarnardóttir, Frank Aarnink og Tinna Þorsteinsdóttir

Horses (2011)
Kammerhópurinn Stelkur/Stelkur chamber group

Fox (2008)
Kristín Þóra Haraldsdóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Frank Aarnink og Þráinn Hjálmarsson

Big Mouth Sandbox (2014)
Charles Ross, Gillian Haworth, Þráinn Hjálmarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Eyrún Eggertsdóttir, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Hildur Þórðardóttir, Páll Ivan Pálsson og Berglind Halldórsdóttir.

Kammerhópurinn Stelkur/Stelkur chamber group: Charles Ross, fiðla og fleira, Suncana Slamnig, píanó og fleira, Berglind Halldórsdóttir, klarinett, Gillian Haworth, slagverk, Hildur Þórðardóttir flauta og Eyrún Eggertsdóttir, blokkflauta.

Aðrir flytjendur/Other performers: Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Frank Aarnink, slagverk og melódika, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóla og rödd, Þráinn Hjálmarsson, blokkflauta, Guðmundur Steinn Gunnarsson, gítar og blokkflauta, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, melódika.

Tónskáldið Charles Ross fluttist til Reyðarfjarðar frá Skotlandi árið 1986 og fluttist sex árum síðar í Eiða. Hann hefur síðan þá starfað sem tónlistarkennari, lengst af í tónlistarskólunum á Fljótsdalshéraði. Hann hefur samhliða störfum sínum á Austurlandi stundað framhaldsnám í Englandi og Skotlandi og lauk nýverið Ph.D. gráðu í tónsmíðum frá University of Glasgow. Charles Ross hefur alltaf verið framsækinn tónlistarkennari, hefur virkjað nemendur í spuna og til að semja sjálfir. Hann er stofnandi kammerhópsins Stelks, sem skipaður er hljóðfæraleikurum af Austurlandi. Stelkur hefur með reglulegu millibili haldið tónleika á Myrkum músíkdögum og við ýmis önnur tækifæri. Charles hefur því stuðlað að markvissu samstarfi milli atvinnutónlistarfólks á Austurlandi, auk þess að hafa menntað nokkrar kynslóðir nemenda á svæðinu. Charles og kona hans, Suncana Slamnig hafa rekið tónlistarsumarbúðir fyrir börn og unglinga á Eiðum og eru stofnendur Sembalhátíðar, tónlistarhátíð sem hverfist eins og nafnið bendir til utan um tónlist fyrir sembal og er haldin í Vallaneskirkju á Fljótsdalshéraði. Einnig hefur hann unnið með Halldóri Warén hjá Warén Music að útgáfu þriggja hljómdiska en einn þeirra, “Kjuregej”, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2013.

Vefsíða Charles: http://charlesrosscomposer.blogspot.com
Charles á SoundCloud: https://soundcloud.com/charles-ross-1

/

Composer Charles Ross moved from Scotland to Reydarfjördur, East Iceland in 1986 and six years later to Eidar, East Iceland. Since then he has been a teacher at the music schools in the area. Alongside, he furthered his musical education, completing a Ph.D. in composition from University of Glasgow in 2014. Charles is very progressive as a music teacher, encouraging his students to improvise, experiment and compose their own music. He is founder of Stelkur (Redshank) Ensemble, a mixed ensemble of professional musicians based in East Iceland. He founded Music Summer Camp in Eiðar and Harpsichord Music Festival together with his wife, Suncana Slamnig. He has released three CDs in collaboration with Halldór Warén / Warén Music and one of them ‘Kjuregej’ received the Icelandic Music Prize in 2013.

Charles´ website: http://charlesrosscomposer.blogspot.com
Charles on SoundCloud: https://soundcloud.com/charles-ross-1