Vetrarkvöld og víóla / Winter Viola

Næstu tónleikar á Jaðarberi: Miðvikudagskvöldið 19. nóvember í Hafnarhúsinu kl. 20:00 – ókeypis inn –

Kristín Þóra Haraldsdóttir flytur ný íslensk og erlend verk fyrir sóló víólu, víólu og rafhljóð og eigin verk fyrir lítinn kammerhóp.

Á meðal höfunda auk Kristínar eru Þráinn Hjálmarsson, Finnur Karlsson, John Strieder og Mansoor Hosseini.

Myndvörpun/vídjó: Habbý Ósk

Með Kristínu koma fram Berglind María Tómasdóttir, flautur, Kristín Þóra Pétursdóttir, bassaklarínett, Veroníque Vaka Jaques, selló og Bergrún Snæbjörnsdóttir, franskt horn.

/

Next Peripheriberry concert: Wednesday November 19th in Hafnarhúsid – Reykjavík Art Museum at 8 pm – free entrance –

Kristín Thóra Haraldsdóttir performs new works for solo viola, viola and electronics and premieres some brand new chamber works.

Also works by Thráinn Hjálmarsson, Finnur Karlsson, John Strieder and Mansoor Hosseini.

Video works/visuals: Habbý Ósk

Performers with Kristín are Berglind María Tómasdóttir, flutes, Kristín Thóra Pétursdóttir, bass clarinet, Veroníqe Vaka Jaques, cello and Bergrún Snæbjörnsdóttir, French horn.

Efnisskrá/Program:

Message II – John Strieder (2014) Íslandsfrumflutningur
Freyðandi hrannir – Kristín Þóra Haraldsdóttir við ljóð Hauks Eiríkssonar (2011) Myndband: Habbý Ósk
Viola Walk – Mansoor Hosseini (2014) Frumflutningur
Persona – Þráinn Hjálmarsson (2014) Íslandsfrumflutningur
Touch – Kristín Þóra Haraldsdóttir (2014) Íslandsfrumflutningur Myndband: Habbý Ósk
Viola Drone I – Finnur Karlsson (2014)
Féll regn… við ljóð Hauks Eiríkssonar – Kristín Þóra Haraldsdóttir (2011)

Kristín Þóra Haraldsdóttir kemur víða við í nálgun sinni á tónlist og sinnir jöfnum höndum hlutverkum flytjanda, tónskálds/lagahöfunds, spunaleikara og kennara. Hún nam víóluleik, tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, einsöng við Söngskólann í Reykjavík og lauk mastersnámi í flutningi, tónsmíðum og samtengdum miðlum frá California Institute of the Arts.
Kristín hefur í gegnum árin komið fram með fjölda hljómsveita, tónlistarhópa og lagasmiða á Íslandi og erlendis, leikið inn á hljómplötur og myndverk og er sem stendur fastur meðlimur hljómsveitarinnar Mógil, þar sem hún leikur á víólu. Hún hefur frumflutt nokkur verk sérstaklega skrifuð fyrir sig á hátíðum á borð við Tectonics og Myrka Músikdaga og sem stendur er í vinnslu nýtt tónleikhúsverk fyrir Kristínu eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Þá hefur hún t.a.m. skrifað fyrir Nordic Affect, Trio XelmYa og New Century Players. Kristín sækir einnig á framandi slóðir til tónlistarverkefna og var nýverið í Palestínu að vinna við verkefnið Sounds of Palestine, sem veitir börnum í flóttamannabúðum við Betlehem tónlistar- og hljóðfærakennslu án endurgjalds.

/

Kristín Thóra Haraldsdóttir equally performs as a violist, composer, improviser and teaching artist. She studied viola and composition at Iceland Academy of the Arts as well as singing and improvisation and holds a MFA from California Institute of the Arts in performance/composition and integrated media.
Kristín has performed with numerous artists, groups and orchestras including bands and artists within the alternative folk- and indie scene both in Iceland and California and contributed her playing and improvisation to several records. She is currently a member of Mógil band. She has premiered pieces written for her and Thórunn Gréta Sigurdardóttir is currently writing her a solo music theatre piece.
Her compositions have been performed by Nordic Affect, Trio XelmYa and New Century Players among others. Kristín also works on music education projects abroad and recently came back from Palestine where she served as a teacher trainer and consultant for Sounds of Palestine, a music after-school program in a refugee camp near Bethlehem that provides lessons to schoolchildren free of charge.

Nánar um efnisskrána:

Um Freyðandi hrannir og Féll regn…
Árið 2010 fannst ljóðasafn eftir afa minn heitinn sem lést 33 ára að aldri. Það varð innblástur til lagasmíða hjá mörgum í fjölskyldunni og tengdum við þannig við ættföður okkar sem við fengum lítið eða aldrei að kynnast. Freyðandi hrannir er staka skrifuð árið 1949 og Féll regn… var skrifað 1956.

Um Touch:
Touch var skrifað fyrir þýska tríóið XelmYa síðsumars 2014. Það sækir óbeint efnivið og anda í lagið Sweet Stay Awhile úr ljóðaflokknum A Pilgrime’s Solace eftir John Dowland og er hann notaður til að framkalla litróf tóna við mismunandi snertingu.

John Strieder (1980) er fæddur í Þýskalandi og starfar jafnt sem tónskáld og myndlistarmaður. Tónsmíðar hans má rekja til evrópsks módernisma og tónlistarmenningar utan Evrópu. Áhugi hans liggur m.a. í jaðartónlistarsenu í metal og glitch. Tónlist hans lýsir innri ferlum, tjáir tilfinninga-, vitsmuna- og heimspekilegt innihald. Áhugasvið hans á samruna má glöggt sjá í samvinnu með þýsku metalhljómsveitinni ”War From A Harlots Mouth”, þar sem nútímatónlist mætir metal. http://johnstrieder.com/

Mansoor Hosseini er sænskt avant-garde tónskáld er nam tónsmíðar við tónlistarháskóla í París, Brüssel og Gautaborg. Hann lærði einnig kvikmyndatónlist við Háskólann í Gautaborg og handritsgerð við Kvikmyndaháskólann í sömu borg. Tónlist hans er innblásin af bardagaíþróttum, dansi og leikhúsi. Hann stofnaði Themus Ensemble 2007, sem einbeitir sér að leikhúsi innan tónlistar. Hosseini hefur unnið til fjölda verðlauna í Svíðþjóð. www.musicalmo.com/

Viola Walk er leikrænt einleiksverk um ferðalagsundirbúning. Skrap, öndun, högg og suð eru hluti af vinnu ferðalangsins áður en hann fer að heiman. Kannski til framandi og óþekkts staðar. Fótatökin í lokahluta verksins eru í raun ferðalagið sjálft, sem fjarar síðan út.

Þráinn Hjálmarsson (f. 1987). Nálgast má tónlist Þráins ýmist út frá hinu tónlistarlega yfirborði sem þar er að finna en einnig er í verkum hans að finna vitnisburð um undirliggjandi hugleiðingar og nálganir á efnisheiminn og virkar tónlist Þráins því sem eins konar tákn, þar sem leitt er að vangaveltum um hið rýmis- og efniskennda. Tónverk Þráins hafa verið flutt víðs vegar um heim, svo sem á öllum Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og Hollandi.

PERSONA. „Persóna“ er hlutverk eða fas sem að höfundur eða flytjandi klæðir sig í. Verkið er skrifað fyrir Kristínu Þóru Haraldsdóttur árið 2014. http://thrainnhjalmarsson.info/

Finnur Karlsson hefur lagt stund á nám í tónsmíðum, barítónhorn, söng og raftónlist. Hann kemur reglulega fram með t.a.m. Orphic Oxtra, Hljómeyki og Stöku. Finnur útskrifaðist með BA próf af tónsmíðabraut LHÍ 2012, en aðalkennarar hans voru Úlfar Ingi Haraldsson og Atli Ingólfsson. Verk Finns hafa meðal annars verið flutt af Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Decoda, Caput og Nordic Chamber Soloists. Finnur leggur nú stund á mastersnám í tónsmíðum við Konunglega danska konservatoríið.

Habbý Ósk býr og starfar í New York. Hún lauk BFA prófi 2006 í myndlist við AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi og MFA prófi við School of Visual Arts í New York 2009. www.habbyosk.com/