Johannes Kreidler heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar/Johannes Kreidler – portrait: concert, lecture and panel discussion

Johannes Kreidler heimsækir Jaðarber: Málþing, fyrirlestur og portrett tónleikar í samvinnu við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Hádegisfyrirlestur og málþing er tengjast verkum og gjörningum Johannesar Kreidler í tónleikasal Listaháskóla Íslands; Sölvhóli, föstudaginn 19. september – Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 12:30 – Johannes Kreidler kynnir eigin verk.
Kaffihlé
Kl. 14:00 – Málþing um höfundarrétt og eignarhald á tónlist með vísan til verka Johannesar Kreidler, m.a. „Product Placement“, sem varpa fram spurningum um eignarhald á tónlist og sanngjarna notkun eða „fair use“.

Þorbjörg Daphne Hall, tónlistarfræðingur og lektor við LHÍ, stýrir pallborði en í því sitja Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, Óttarr Proppé, tónlistarmaður og þingmaður Bjartrar framtíðar, Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, Atli Ingólfsson, tónskáld og Johannes Kreidler.

Fyrirlestur og málþing munu fara fram á ensku.

Portrett tónleikar með verkum Johannesar Kreidler verða mánudagskvöldið 22. september kl: 20 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Berglind María Tómasdóttir, flauta, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka, Frank Aarnink, slagverk, Guido Bäumer, baritón saxófónn, Sigurður Halldórsson, selló, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó – Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
//
Lecture and panel discussion in connection with the works and performances of Johannes Kreidler, held in cooperation with the music department of the Iceland Academy of the Arts on Friday September 19th in the academy´s venue Sölvhóll, Sölvhólsgata 13.

The program is as follows:

12pm30: Johannes Kreidler – lecture
Break
2 pm: Panel discussion on music and copyright issues and „fair use“ in connection with Kreidler´s musical output.

Participating are Johannes Kreidler, Helgi Hrafn Gunnarsson, MP for the Icelandic Pirate Party, Óttarr Proppé, musician and MP for Bright Future, Gudrún Björk Bjarnadóttir, General Manager of STEF (The Performing Rights Society of Iceland) and Atli Ingólfsson, composer. Leader of panel discussion is Thorbjörg Daphne Hall, musicologist and programme director for music theory and literature at the Iceland Academy of the Arts.

Lecture and panel discussion will be held in English.

Portrait concert with Kreidler´s works will be held on Monday September the 22nd at 8 pm in Hafnarhúsið, Reykjavík Art Museum. Performers: Una Sveinbjarnardóttir, violin, Berglind María Tómasdóttir, flute, Flemming Vidar Valmundsson, accordion, Frank Aarnink, percussion, Guido Bäumer, baritone saxophone, Sigurdur Halldórsson, cello, Tinna Thorsteinsdóttir, piano.


Efnisskrá portrett-tónleika/Portrait concert – program:

This Tulip of which I am speaking and which I replace in speaking (2013)
fyrir sólista og tölvu

Charts Music (2009)
Video

Cache Surrealism (2008)
fyrir baritónsaxófón, selló, harmónikku og rafhljóð

Kinect Studies 1 (2011)
Video

Study for Violin and Audio Playback (2013)

Kinect Studies 2 (2011)
Video

Fremdarbeit (2009)
fyrir flautu, selló, hljómborð, slagverk og kynni

————-
Um tónskáldið:
Johannes Kreidler er fæddur árið 1980 í Esslingen í Þýskalandi. Hann nam tónsmíðar við Tónlistarháskólann í Freiburg og Konunglega konservatoríið í Den Haag á árunum 2000-2006. Hann er meðal fremstu samtímatónskálda sinnar kynslóðar í Evrópu og verk hans og gjörningar hafa vakið gríðarlegt umtal í Þýskalandi og víðar. Þekktastur er hann líklega fyrir verkið „Product Placement“, en það er 33 sekúndna verk sem inniheldur 70.200 „sömpl“ úr öðrum verkum. Þar af leiðandi þurfti hann skv. lögum að fylla út 70.200 eyðublöð og skila til GEMA, sem er sambærileg stofnun við STEF á Íslandi, en til þess þurfti hann flutningabíl.
Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, m.a. Kranichsteiner verðlaunin og tónskáldaverðlaun Darmstädter Ferienkurse für Neue Musik.
Verk hans hafa verið flutt á mörgum helstu tónlistarhátíðum Evrópu, m.a. Donaueschinger Musiktage og Darmstädter Ferienkurse für Neue Musik í Þýskalandi, Gaudeamus Music Week í Amsterdam, ISCM World New Music Days í Stuttgart, ICMC í Ljubljana og Ultima Festival í Oslo.
Hann hefur kennt hljómfræði, tónlistarsögu, raftónlist og tónsmíðar við Tónlistarháskólana í Rostock, Detmold og Hannover frá árinu 2006 en hefur frá 2013 verið fastráðinn við Tónlistarháskólann í Hamborg.

Vefsíða Johannesar Kreidler er/Kreidler´s website is: http://www.kreidler-net.de