SONIC 2.1

Sonic 2.1 – Elektrónískir tónleikar – miðvikudagskvöldið 19. febrúar í Hafnarhúsinu kl: 20 – ókeypis inn.

Verk eftir: Árni Guðjónsson (live set), Marcus Wrangö, Christos Farmakis, Ylva Lund Bergner og Jonatan Liljedahl.

Sonic 2.1 er úrval verka frá tónlistarhátíðinni Sonic 2.0 Cold sounds / Warm hearts sem fram fór í Kaupmannahöfn síðastliðinn september.
Sonic einbeitir sér að því að rannsaka sambandið á milli “elektrónískra” rafhljóða og akústískra hljóðfæra eða rýmis. Verkin sem við heyrum eru öll að vinna aðallega með samtalið á milli rýmis og hljóða, hvert á sinn hátt.

//

A premium selection: The Icelandic version 2.1 of the electronic festival Sonic 2.0 which was held in Copenhagen in fall 2013. Featuring: Árni Gudjónsson (live set), Marcus Wrangö, Christos Farmakis, Ylva Lund Bergner and Jonatan Liljedahl.
When: Wednesday February 19 at 8 pm – Where: Hafnarhúsid – free admission.

Sonic Festival

Efnisskrá/Program:

Marcus Wrangö – Cube5
Árni Guðjónsson – [Insert a…
Christos Farmakis – Null (byggt á ljóði eftir Uwe Dippelt)

—Hlé—

Árni Guðjónsson – …piece of your…
Ylva Lund Bergner – Gatto Solar
Árni Guðjónsson – name here]
Jonatan Liljedahl – Lounge
1. Cx0530155722
2. THEOGLOCYN
3. DENSITY OF PERIODIC ORBITS
4. METRICS X3

————-
Marcus Wrangö (SE) er búsettur í Stokkhólmi og nam raftónlist við Konunglega tónlistarháskólann þar í borg. Með verkinu Cube5 dregst áhorfandinn inn í hljóðheim þar sem öllum reglum um hvað er rétt eða rangt er hafnað. Í raun má segja að skapist nýtt rými innan rýmis þar sem varpað er á skjá grafík sem virðist vera afleiðing hljóðanna, eða er það öfugt? Verkið er samið með miklar andstæður í huga, þar sem unnið er með andstæða póla í skynjun tóna og myndar. http://wrango.se

Árni Guðjónsson útskrifaðist frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands, en hann hefur einnig verið liðtækur hljómborðsleikari með ýmsum böndum eins og Of Monsters and Men, Orphic Oxtra, Útidúr, Lay Low, Swords of Chaos og fleirum. Hann hefur framleitt fjölda laga og m.a. má heyra lag eftir hann í kvikmyndinni Borgríki 2011. Allt sem hann gerir, gerir hann sjálfur. Hér flytur Árni tónlistargjörning sem ber nafnið [Insert a piece of you name here], þar sem hann vinnur með endurtekningu og mismunandi upplifanir af sama hlut.

Christos Farmakis (GR/DK) fæddist í Grikklandi. Hann nam tónlistarfræði í Thessaloniki og Aþenu. Síðan 2007 býr hann í Kaupmannahöfn, þar sem hann nam tónsmíðar hjá Hans Abrahamsen, Bent Sørensen, Niels Rosing-Schow og raftónlist hjá Hans Peter Stubbe Teglbjærg við Konunglega tónlistarháskólann. Null er hljóðheimur sem er saminn í kringum túlkun tónskáldsins á ljóði eftir Uwe Dippelt (DE). Orðin verða að einskonar hljóðfærum í höndum hans og við byrjum að skilja ljóðið óháð þekkingu. http://www.christosfarmakis.com/

Ylva Lund Bergner (SE) fæddist í Lundi. Hún stundaði nám í tónsmíðum við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi og Conservatorio di Musica í Perugia á Ítalíu. Nú starfar hún og býr í Kaupmannahöfn, þar sem hún nam frekar við Konunglega tónlistarháskólann. Í verkinu Gatto Solar eða Sólarköttur býður Ylva okkur á vit himintunglanna. Hún skapaði hljóðheiminn með því að taka upp feedback í Max/msp og setti saman í þá heild sem við heyrum hér. http://ylvalundbergner.com/

Jonatan Liljedahl (SE). Tónlist hans hefur verið flutt víða á hátíðum eins og Gothenburg Art Sound festival, Fylkingen, Audiorama, Norbergfestivalen, SEKT, Raum-20 og víðar. Hann gaf út plötuna ”Even while the earth sleeps we travel beneath frozen rivers” ásamt Daniel Karlsson hjá Fylkingen Records 2008. Einnig hefur hann gefið út sólóplötuna Iridium og SOLARIS með Johan Arrias, báðar hjá Jahr Null Aufnahmen. Jonatan setti saman úrdrátt af „setustofu“- (e. lounge) tónleikum sínum fyrir tónleikana í kvöld. Tónlist hans er á mörkum þess að vera dægurtónlist og ágeng raftónlist. http://www.kymatica.com/