For John Cage: Morton Feldman

For John Cage (1982) eftir Morton Feldman — Tónleikar á Kjarvalsstöðum, miðvikudaginn 27. nóvember 2013 kl: 20.00 — Una Sveinbjarnardóttir, fiðla og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó — ókeypis aðgangur.

Morton Feldman (1926-1987) samdi For John Cage (1982) á síðasta hluta ferils síns og verkið ber þau merki er einkenndu tónsmíðar þess tímabils. Verkið er langt, eða um 70 mínútur, en verk Feldmans voru oft á tíðum mjög löng undir það síðasta, eins og strengjakvartettinn hans String Quartet II (1983) ber glöggt vitni, en hann tekur um sex klukkutíma í flutningi. Samsetningin, fiðla og píanó, er hinsvegar ekki dæmigerð fyrir verkalista Feldman´s. Hér sem áður rannsakar Feldman „stasis“ ástand, sem mætti hugsanlega þýða sem flæðistregðu, en það var honum óþreytandi rannsóknarefni og samband þess við hið fullkomna stasis-ástand; þögnina. Verkið er samið fyrir John Cage, en þeir voru vinir og kollegar ævilangt og höfðu mikil áhrif hvor á annan.

//

For John Cage (1982) by Morton Feldman — November 27 2013 at Kjarvalsstadir at 8 pm — Una Sveinbjarnardóttir, violin and Tinna Thorsteinsdóttir, piano — free entrance.

For John Cage (1982) by Morton Feldman (1926-1987) will be performed in this concert. Written in the final phase of his career, the work is typical for this period, a long work or almost 70 minutes. Here Feldman explores his lifelong experimentation on the “stasis” of sound and its relationship to the greatest stasis: silence. Una Sveinbjarnardóttir is the concertmaster of Reykjavik Chamber Orchestra and performs with the Iceland Symphony Orchestra and Tinna works as a free lance pianist.

Nánar:

Morton Feldman (1926-1987) samdi For John Cage (1982) á síðasta hluta ferils síns og verkið ber þau merki er einkenndu tónsmíðar tímabilsins. Verkið er um 75 mínútur að lengd, en verk Feldmans voru oft á tíðum mjög löng undir það síðasta, sbr. strengjakvartettinn String Quartet II (1983), en hann tekur um fimm og hálfan tíma í flutningi. Samsetningin fiðla og píanó er hinsvegar ekki dæmigerð fyrir verkalista Feldmans. Hér sem oftar rannsakar Feldman „stasis“ ástand, sem mætti hugsanlega þýða sem flæðistregðu, en það var honum óþreytandi rannsóknarefni og samband þess við hið fullkomna stasis-ástand; þögnina. Feldman sagði sjálfur að verk hans væru mitt á milli þess að vera tónverk og myndverk og staðsett mitt á milli tíma og rúms. Að hans mati var tónverkið tímastrigi sem hann varpaði hljóðum á. Verkið er samið fyrir John Cage, en þeir voru góðir vinir og kollegar ævilangt og höfðu mikil áhrif hvor á annan. Þeir áttu heima í sama húsi á tímabili á Manhattan eyju og var þar lifandi hús allskyns listamanna sem áttu leið hjá í New York á 6. áratug síðustu aldar. Feldman sótti helst innblástur í myndlistargeirann og til kunningja eins og Philip Guston, Robert Rauschenberg, Mark Rothko og Jasper Johns.

Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari hafa starfað saman í fjölda ára eða allt frá því þær kynntust í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Una er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og starfar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Tinna er sjálfstætt starfandi píanóleikari.