Elsa alvitra og neoN Ensemble/Clever Else and neoN Ensemble

Tónleikverkið Elsa alvitra eftir tónskáldið Þórunni Grétu Sigurðardóttur verður frumflutt á Jaðarberi þriðjudaginn 24. september kl: 20 í Hafnarhúsinu, en verkið er byggt á samnefndu Grimms-ævintýri. Flytjendur eru:

Elsa: Ragnheiður Árnadóttir
Hans: Gísli Magnason
Flauta: Melkorka Ólafsdóttir
Klarinett: Kristine Tjøgersen
Slagverk: Ane Marthe Sørlien Holen
Píanó: Tinna Þorsteinsdóttir

Leikmynd: Úlfur Grönvold
Lýsing: Stefán Benedikt Vilhelmsson
og Oddur Bjarni Þorkelsson
Sérstakar þakkir: Hafnarhúsið, Hampiðjan
og Ásta Kristín Þorsteinsdóttir
Umbrot: Glamour Et cetera

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Leiðbeinendur í verkefninu eru Atli Ingólfsson og Steinunn Knútsdóttir.

Á sömu tónleikum munu meðlimir úr hinu unga og efnilega neoN Ensemble frá Noregi flytja verk eftir tónsmíðanema úr Listaháskóla Íslands. Verkin eru afrasktur vinnusmiðju sem haldin er í samvinnu við LHÍ. Verk eiga Gísli Magnússon, Bára Gísladóttir og Örnólfur Eldon. –Aðgangur er ókeypis!
//
The premiere of a new music theatre piece – Clever Else – based on the Grimm´s fairy tale by composer Thórunn Gréta Sigurdardóttir. Tuesday September 24th at 8 pm in Hafnarhúsid. Performers are:

Elsa: Ragnheidur Árnadóttir
Hans: Gísli Magnason
Flute: Melkorka Ólafsdóttir
Clarinet: Kristine Tjøgersen
Percussion: Ane Marthe Sørlien Holen
Piano: Tinna Þorsteinsdóttir

Members from the young, Norwegian neoN Ensemble are performing some brand new works in the same concert by composition students from the Iceland Academy of the Arts, after giving a workshop in cooperation with the academy. Works by Gísli Magnússon, Bára Gísladóttir and Örnólfur Eldon. –Entrance is free!

—————————
Tveir meðlimir hins norska neoN Ensemble héldu vinnusmiðju með tónsmíðanemendum Listaháskóla Íslands í samvinnu við Jaðarber. Á tónleikunum má heyra nokkur þeirra verka er urðu til við þetta samstarf. Við þökkum nemendum, hljóðfæraleikurum og LHÍ fyrir ánægjulegt samstarf.

Efnisskrá:

Álfurinn í Gónhóli (2013): Bára Gísladóttir
4 Dúettar – fyrir bassaklarínettu og slagverk (2013): Örnólfur Eldon Þórsson
Nýtt verk (2013): Gísli Magnússon

Flytjendur:
Klarínettur: Kristine Tjøgersen
Slagverk: Ane Marthe Sørlien Holen

—————————-

Bára Gísladóttir útskrifaðist úr tónsmíðum undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar frá Listaháskóla Íslands vorið 2013. Nú leggur hún stund á kontrabassaleik undir handleiðslu Hávarðar Tryggvasonar jafnframt því að vera nýráðið tónskáld við Boyes Musikkompani í Osló.
Álfurinn í Gónhóli er fyrsta verk Báru eftir útskrift og fjallar um álfinn í Gónhóli við Eyrarbakka.

Örnólfur Eldon Þórsson fæddist í Reykjavík árið 1992. Hann útskrifaðist sem stúdent frá MH vorið 2012 og hóf nám við tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands hjá Atla Ingólfssyni. Örnólfur syngur í Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, en kórinn frumflutti nú í sumar verk Örnólfs, Vorkveðja, í Monschau, Þýskalandi.
4 Dúettar fyrir bassaklarínettu og slagverk var samið í sumar fyrir meðlimi Neontrio. Fyrsti og fjórði kaflinn, sem verða frumfluttir í kvöld, eru einskonar ástandslýsingar þar sem ólík mynstur og áferðir eru sett fram. Þau fá að þróast á eigin forsendum þar til myndin er orðin skýr, en þá er skorið á þráðinn.

Gísli Magnússon er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk nýverið grunnnámi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands þar sem kennarar hans voru Gunnar Andreas Kristinsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Atli Ingólfsson. Um þessar mundir stundar Gísli orgelnám hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar auk þess að sinna tónfræðikennslu í tveimur tónlistarskólum. Gísli stefnir á frekara tónsmíðanám erlendis á næstu misserum.
Varðandi verkið þá verður titillinn að duga.