Þránófónar í nútíð og þátíð

Á þessum tónleikum verða leikin verk á og fyrir Þránófóna og Dórófóna, hljóðfæri smíðuð af Þráni Hjálmarssyni og Halldóri Úlfarssyni. Einnig verða hljóðfærin sett í sögulegt samhengi við ýmsa hljóðgjörninga frá 20. öld sem vinna með „bakflæði“/„endurgjöf“ (e. feedback) s.s. eftir Alvin Lucier og Steve Reich.
Miðvikudaginn 27. febrúar, kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.
//
Concert dedicated to the new Icelandic musical instrument Thránóphone will be held at Reykjavík Art Museum – Hafnarhús, Wednesday 27th of February at 20. On the program there are Icelandic premiers of Alvin Lucier’s I am sitting in a Room and Steve Reich’s Pendulum Music and music made for Thránóphones by composers Thráinn Hjálmarsson, Áki Ásgeirsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir and Ingi Gardar Erlendsson. Free admission

Dagskrá/program:
Steve Reich – Pendulum Music (1968/1973) – Frumflutningur á Íslandi
Þráinn Hjálmarsson – 8′ fyrir 4 Þránófóna (2007)
Alvin Lucier – I am sitting in a room (1969) – Frumflutningur á Íslandi
-Hlé-
Ingi Garðar Erlendsson/Þráinn Hjálmarsson – Nýtt verk
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Lohanimalia (2012)
Áki Ásgeirsson – 293° (2011)

Flytjendur/performers:
Bára Gísladóttir, kontrabassi
Örn Ýmir Arason, kontrabassi
Snorri Heimisson, fagott
Hallvarður Ásgeirsson Herzog, gítar (ring modulator)
Þráinn Hjálmarsson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Magnús Jensson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Gunnar Karel Másson, Þránófónn #1, Pendulum Music, slagverk
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Halldórófónn, selló
Ingi Garðar Erlendsson, Þránófónn #2: Requiem, Þránófónn #1, Pendulum Music


Tónleikarnir eru tileinkaðir hljóðfærunum Þránófónum (2007-), þar sem hljóðfærið er sett í sögulegt samhengi við ýmsa tóngjörninga 20. aldarinnar. Hljóðfærið byggir á nýtingu „bakflæðis“/„endurgjöf“ (e. feedback) sem þrætt er í gegnum hin ýmsu akústísk rými, þar sem eigintíðni rýmanna er dregin fram með hljóðlegri endurgjöf (áhrif Larsens í eðlisfræði).
Á tónleikunum má heyra og sjá þær 2 útgáfur af hljóðfærinu sem hingað til hafa verið gerðar, sú fyrsta árið 2007 fyrir verkið 8′, þar sem eigintíðni mislangra röra var nýtt til þess að skapa 4 aðskilda tóna sem og kallast á við verk Reichs frá árinu 1968, Pendulum Music.
Árið 2009 tók hljóðfærið stakkaskiptum þar sem hljóðneminn var færður uppí munn hljóðfæraleikarans og rörinu skipt út fyrir rör með breytanlegum lengdum (eigintíðnum) líkt og málmblásturshljóðfæri. Þessi nýja staðsetning hljóðnemans veitir flytjandanum meiri næmni á endurhljóðgjöfina og var það skref sem dregur þessa aðferð að því að gerast meðfærilegt sem hljóðfæri.
Frá árinu 2011 hefur Halldór Úlfarsson, myndlistarmaður og höfundur hljóðfærisins Halldórófónn bæst í rannsóknarvinnuhópinn og stefnt er að því að hljóðfærið taki á þá mynd að hægt verði að hanna sérstaklega akústískt rými fyrir hljóðfærið.

Nánar má fylgjast með Þránófónum í þróun á vefslóðinni: http://thrainnhjalmarsson.info/thranophones
//
The Thránóphone is an electro-acoustic feedback instrument that is based on acoustic resonance in various (complex/simple) cavities, a normal mic/speaker-feedback is used in the instrument to sonify resonance frequencies of different cavities. The instrument, first made in 2007 by composer Thráinn Hjálmarsson, has since been in constant development and will be shown in 2 different version in the concert.

The developing process and the future aim of the development of the instrument can be found at http://thrainnhjalmarsson.info/thranophones

Um verkin:
Verk Steve Reich (f. 1936), Pendulum Music, frá árinu 1968 er það sem kallast ferils-tónlist (e. Process music) þar sem einu ferli er fylgt eftir í verkinu, gefnar eru upp forsendur sem móta verkið og þeim fylgt eftir. Verkið er fyrir 3 eða fleiri hljóðnema sem sveiflað er yfir hátalara svo að þeir skapi á milli sín endurgjöf (e. feedback). Í verkinu vinnur Reich með þá púlsa sem skapast þegar míkrófónum er sveiflað á snúrunni einni saman yfir hátalarana og þeirri dýpt sem skapa má með mörgum föstum púlsum (ef svo má segja).

Verkið 8′ fyrir 4 Þránófóna var samið árið 2007 og er það fyrsta sem leikið er á Þránófóna, samsetningin er svipuð og í verki Reichs, en við bætist rör inní sambands hljóðnemans og hátalara. Lengd rörsins er grunnforsenda á eigintíðni rörsins (sú tíðni 1 m samsvarar tíðninni 343 Hz).

Verk Alvin Luciers (f. 1931), I am sitting in a room, frá árinu 1969 er uppgjör Luciers við stam, hér er verkið flutt lifandi, þar sem upptöku af Lucier að segja frá verkinu sínu er flutt inní rými safnsins og leikið aftur á nýjan leik, við þennan leik magnast upp þær tíðnir sem eru rýminu eiginlegar og verða að lokum fyrirferðarmeiri en röddin, með þessum leik losar hann sig við ryþma orða sinna með því að blanda því í rýmið.

Ingi Garðar Erlendsson, tónskáld, er fremsti Þránófón-leikari í heimi og leikur á Þránófón #2: Requiem, smíðuðum af belgíska myndlistarmanninum Pieter de Buck. í gegnum breytta túbu sem hefur básúnusleða auk venjulegra ventla. Verkið er unnið uppúr samstarfi Þráins og Inga um að kryfja fram hljóðfæratækni túbunnar.

Lohanimalia eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur var frumflutt á Tectonics 2012 tónlistarhátíðinni.

293° eftir Áka Ásgeirsson var pantað af Halldóri Úlfarssyni myndlistarmanni fyrir tónleika tileinkuðum Halldórófónum.