Þránófónn á Safnanótt

Á Vetrarhátíð ætlar Jaðarber að vera með kyningu á starfsemi sinni og hinu stórmerkilega hljóðfæri Þránófóninum, sem mun vera í burðarhlutverki á næstu tónleikum Jaðarbers: Þránófónar í nútíð og þátíð, þann 27. febrúar. Tónleikarnir og hljóðfærið eru hugarfóstur tónskáldsins Þráins Hjálmarssonar, en þar munum við m.a. heyra í fyrsta sinn á Íslandi verk Alvins Lucier, I am sitting in a room, ásamt fleira góðmeti. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 8. febrúar kl: 21.30 á Kjarvalsstöðum.