Pauline Oliveros – Portrett

Tónleikar á Kjarvalsstöðum – laugardaginn 24. nóv. kl: 15 – Aðgangur ókeypis

Á þessum tónleikum ætlar Jaðarber að grandskoða tónlist hinnar merku Pauline Oliveros sem verður áttræð á árinu.

Pauline Oliveros mun heiðra okkur með internet nærveru sinni á tónleikunum og er það Jaðarberi mikill heiður!
————–

Pauline Oliveros er eitt áhrifamesta tónskáld bandarískrar tilraunatónlistar á 20. öld. Fyrst á ferlinum samdi hún atónal kammerverk en varð síðar hluti af San Francisco Tape Music Center á 7. áratugnum sem var í senn hljóðver og tónlistarleg hreyfing sem hýsti alls kyns tilraunastarfsemi og listviðburði.

Eftir að vinna með sérstillta harmónikku og rafhljóðfæri í rauntíma fór hún að kanna mörk spuna og tónsmíða og þróaði hugmyndafræði sem hún kallar Deep Listening eða djúphlustun.

Hópurinn Fengjastrútur hefur verið að æfa djúphlustun undanfarið og mun flytja nokkur af þessum verkum svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytt dagskrá mun skoða mismunandi tímabil úr smiðju þessa sérstæða tónskálds.

Efnisskráin:

Tuning Meditation
mirrorrorrim f. saxófón og píanó
Rock Piece

Hlé

Angels and Demons
Horse Sings from Cloud
Arctic Air
Grand Buddha Marching Band

Flytjendur: Tilraunatónlistarhópurinn Fengjastrútur, Bára Sigurjónsdóttir – saxófónn og Tinna Þorsteinsdóttir – píanó