Jaðarber og UNM 2012 – Music Innovation

Jaðarber heldur fyrstu tónleika starfsársins í samvinnu við UNM (Ung Nordisk Musik) tónlistarhátíðina sem haldin er á Íslandi í ár. Hátíðin er öll hin veglegasta og ber undirtitilinn Music Innovation. Listasafn Rekjavíkur gengur til samstarfs við hátíðina með smiðju og tónleikum, en á hátíðinni er lögð áhersla á nýsköpun í hljóðfæragerð og notkun hljóðfæranna í verkum ungra tónskálda. Haldnar verða smiðjur þar sem fimm tónskáld starfa saman, eitt frá hverju þátttökulandanna. Afraksturinn má m.a. heyra á tónleikunum. Fjöldi flytjenda kemur fram á tónleikunum, innlendra sem erlendra. Spennandi!

Efnisskrá tónleikanna föstudaginn 31. ágúst kl: 20 í Hafnarhúsinu – Aðgangur ókeypis.

Efnisskrá:

Manuel Rodriguez Valenzuela (DK) – Cuarteto Árbol
Siggi strengjakvartett

Viktor Orri Árnason (IS) – Strengjakvartett
Siggi strengjakvartett

Martin Rane Bauck (NO) – point clos/éclats bisés
Siggi strengjakvartett

Jens Peter Møller (DK) – Strygekvartet
Siggi strengjakvartett

Ansgar Beste (SE) – Incontro Concertante (konsertant möte)
Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Grímur Helgason, klarinett,
Sigurgeir Agnarsson, selló, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó
Stjórnandi: Viktor Orri Árnason

Miika Hyytiäinen (FI) – Makabere Geschichten
Rannveig Sif Sigurðardóttir, sópran, Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóla, Arnþór Snær Guðjónsson, gítar

Kaj Duncan David (DK) – Piece for trombone, photo-sensor mute and live-electronics
Christian Tscherning Larsen, básúna