Gramsað í dótakassanum

Grams – Tónleikar með dóti og leikjum á Jaðarberi – miðvikudagskvöld 28. mars kl: 20 – Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur – Aðgangur ókeypis.

Á þessum tónleikum verður kannað hvaða leikföng gefa frá sér hljóð og jafnvel búin til tónlist. Aðalatriðið er að dótið sé skemmtilegt, fjölbreytt og litskrúðugt. Frumflutt verða verk eftir nokkra af helstu dóta- og leikjatónlistarsérfræðingum landsins: Charles Ross, Pál Ivan frá Eiðum og Jesper Pedersen, sem allir hafa mjög gaman af dóti. Einnig munu ný og nýleg tónskáld innan flytjendahópsins kveða sér hljóðs. Þá verða eldri alþjóðleg dóta- og leikjaverk flutt og saga dótsins og leiksins því skoðuð í samhengi. Má þar nefna verk eftir Þráin Hjálmarsson, Áka Ásgeirsson og Inga Garðar Erlendsson. Að lokum bregða allir flytjendur vonandi á leik í einum allsherjar dótagjörningi.

Sérstakir gestir og flytjendur eru:

Una Sveinbjarnardóttir, Katie Buckley, Frank Aarnink, Páll Ivan Pálsson, Jesper Pedersen, Tinna Þorsteinsdóttir, Þráinn Hjálmarsson
og
Skúli mennski

================
Efnisskrá:

Charles Ross: Petteia f. fiðlu með slökkum boga, xylorimbu og dempað píanó (2010) - frumflutningur
Áki Ásgeirsson: 356° (2006)
Jesper Pedersen: U.F.O.´s from Outer Space (2012) – frumflutningur
Ingi Garðar Erlendsson: Stjaksetning, 3 stjakar, 5 hlutir (2011)
Páll Ivan Pálsson, Elín Anna Þórisdóttir og Humar Örn Pálsson: Ís (2012) – frumflutningur

Hlé

Una Sveinbjarnardóttir: ASI K (2012) – frumflutningur
Páll Ivan Pálsson: Kóreksstaðir-test (2009)
Þráinn Hjálmarsson: Svíta f. dótapíanó (2007)
Katie Elizabeth Buckley: Dear Mr. Ramon, A letter from a 9 year old to a weather man (2012) – frumflutningur

“Leikfang er hlutur sem notaður er við leik barna, fullorðinna, eða gæludýra. Ótal tegundir af leikföngum eru framleidd til að skemmta og stytta mönnum (og dýrum) stundir. Leikföng eru þó ekki alltaf sérhönnuð sem leikföng. Til dæmis finnst mörgum börnum gaman að leika sér að pottum og pönnum, og fyrr á tímum léku íslensk börn sér að legg og skel.

Leikföng hafa tíðkast frá öræfa alda, og fundist hafa litlir vagnar og önnur leikföng sem eru að minnsta kosti 3.500 ára gömul. Eins er til í dæminu að hlutir sem líta út eins og leikföng séu eingöngu framleiddir til að prýða hillur og verða strax að nokkurskonar safngripum.” (http://is.wikipedia.org/wiki/Dót)

tenglar:
Jesper Pedersen
Páll Ivan Pálsson
Þráinn Hjálmarsson
Áki Ásgeirsson
Skúli mennski