Frosin ber

Frosin ber – Norrænir tónleikar miðvikudaginn 30. nóvember 2011 kl: 20 á Kjarvalsstöðum – Aðgangur ókeypis.

Á frosnum berjum beinir Jaðarber sjónum að norrænni tónlist sem vinnur með tilraunakennda framsetningu. Verkin snúast flest í kringum einhvers konar konsept eða ótónlistarlegar hugmyndir. Um er að ræða eins konar bylgju sem orðið hefur til á Norðurlöndum meðal tónskálda sem fædd eru á 8. áratug síðustu aldar. Mörg af þessum tónskáldum hafa vakið mikla athygli víða um heim og þá sérstaklega á tónlistarhátíðum á meginlandi Evrópu.

Í einu verka Simon Steen-Andersens (DK) fær selló rafmagn og whammy-pedal. Stine Sørlie (NO) leikur sér með frjálst form og tilviljanir. Kaj Aune (DK) er vídjó- og gjörningalistamaður og á tónleikunum verður síðan frumflutt splunkunýtt kammerverk eftir Øyvind Torvund (NO) sem samið var sérstaklega fyrir þetta tækifæri.

Flytjendur frosna berja eru:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Guðni Franzson, klarinett
Hrafnkell Orri Egilsson, selló
Tinna Þorsteinsdóttir, píanó
Frank Aarnink, slagverk
Páll Ivan Pálsson, slagverk

Efnisskrá:

Simon Steen-Andersen:
Study for String Instrument #1 (2007)
fiðla

Kaj Aune:
Failure (2002)
undirbúið píanó og vídeó

Simon Steen-Andersen:
Study for String Instrument #2 (2009)
selló með whammy-pedal

Kaj Aune:
Hjertets vår (2006)
vídeó

Stine Sørlie:
Colonnade (2011)
opin hljóðfæraskipan

Øyvind Torvund:
Willibald Etudes (2011) – frumflutningur
klarinett, fiðla, selló, hljómborð og slagverk

Tónleikarnir eru styrkir af Norræna menningarsjóðnum og haldnir í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur