Flúxus-gjörningar 2

Tveir Flúxus-gjörningar verða fluttir af tónlistarhópnum Fengjastrúti: Píanókonsert nr. 2 fyrir Paik eftir Ben Vautier og Distance for Piano (To David Tudor) eftir Takehisa Kosugi (báðir frá árinu 1965) í tengslum við myndlistarsýninguna Ný list verður til á Listasafni Reykjavíkur og Jaðarber. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum kl: 15 og verða gjörningarnir fluttir fyrir og eftir spjall. Sunnudaginn 9. október á Kjarvalsstöðum.
Nánar um viðburðinn