Flúxus-gjörningar

Tveir Flúxus-gjörningar verða fluttir af Tinnu Þorsteinsdóttur: Incidental Music eftir George Brecht og Piano Piece No. 1 eftir Tomas Schmit frá árinu 1962, í tengslum við myndlistarsýninguna Ný list verður til á Listasafni Reykjavíkur og Jaðarber. Jón Proppé, listheimspekingur, verður með sýningarstjóraspjall kl: 15 og verða gjörningarnir fluttir fyrir og eftir spjall. Sunnudaginn 18. september á Kjarvalsstöðum.
Nánar um viðburðinn