Sláturtíð á Jaðarberi

Sláturtíð 2011 mun fara fram dagana 28. september til 3. október. Tónlistarhátíðin Sláturtíð (tónskáldahópsins S.L.Á.T.U.R.) verður þá haldin í þriðja sinn. Alls eru 7 atburðir á hátíðinni, allflestir í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og tónleikaseríuna Jaðarber sem er hýst í Hafnarhúsinu. Erlendir gestir mun gera vart við sig á hátíðinni, bæði Vortex Project frá Austurríki/Slóveníu og síðan Christoph Schiller Frá Sviss. Þar að auki mun heyrast mikið af glænýjum ágengum verkum í höndum íslenskra flytjenda. Má þar nefna Fagverk, Fengjastrút og nokkur nýsmíðuð vélmenni sem munu leika á sjálf sig, flugvélahluta og búsáhöld.

Dagskrá Sláturtíðar:
Miðvikudag 28. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Fagverk er dúett skipaður Frank Aarnink og Snorra Heimissyni, en hann leikur leikur ný ágeng verk eftir íslenska og erlenda höfunda.
Hafnarhús

Fimmtudag 29. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Sjálfspilandi hljóðfæri leika nýja ágenga tónlist.
Hafnarhús

Föstudag 30. september kl. 12:15
-Fyrirlestur-
Bernhard og Belma Beslic-Gal úr Vortex Project fjalla um margmiðlun í listsköpun sinni.
Hafnarhús

Föstudag 30. september kl. 20:00
-Tónleikar-
Fengjastrútur leikur ný ágeng verk eftir íslenska og erlenda höfunda. Meðal flytjenda Fengjastrúts eru Gunnar Grímsson, Bára Sigurjónsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Lárus H. Grímsson o.fl.
Hafnarhús

Laugardag 1. október kl. 21:00
-Tónleikar-
Slóvensk-austuríska tvíeykið Vortex Project skipað þeim Belmu Beslic-Gal og Bernhard Beslic-Gal leikur eigin verk. Um er að ræða tónlist sem er bæði í lifandi flutningi og rafrænum, en einnig er mikið af myndefni á tónleikunum. Nánar um þau hér.
Hafnarhús

Sunnudagur 2. október kl. 15:00
-Tónleikar-
Flutt verður verkið Sterngucker eða Stargazer eftir Bernhard Beslic-Gal. Verkið verður flutt í hinu uppblásna Stjörnuveri. Verkið er rafhljóða- og myndverk fyrir þess konar “Planetaríum”. Aðeins þessi eina sýning. Nánar um verkið hér.
Hafnarhús

Mánudagur 3. október kl. 21:00
-Tónleikar-
Svissneski spunameistarinn og spínetleikarinn Christoph Schiller leikur ásamt íslenskum flytjendum.
Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda