Jaðarber Got hæfileikar

listahatid_jardaber_031_ver02-1260x760 Elskarðu sanna hæfileika? Nýja og krassandi tónlist? Og fílar líka keppnir? Þá er Jaðarber Got hæfileikar eitthvað fyrir þig.

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar á Listahátíð í Reykjavík, stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Keppt verður í mismunandi liðum og munu keppendur spreyta sig á ólíkum tjáningarleiðum tónlistar, allt frá hæfni til að galdra fram viðkvæmnisleg sóló til krassandi samleiks, eða með því að töfra fram heillandi ábreiðu á dægurlagi.

Sá besti eða sú besta mun klárlega vinna; hvert þeirra er besti heildstæði tónlistarmaðurinn? Dómarar eru ekki af verri endanum enda allt þungavigtarmenn á sviði tónlistar: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Einnig getur þú lesandi góður haft áhrif á niðurstöðu keppninnar með því að mæta í Mengi þann 22. maí kl: 20.

Verkið er unnið í YRKJU, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld og nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV.

Höfundur: Berglind María Tómasdóttir
Kynnir er hinn atorkusami Guðmundur Felixson

//

Do you love real talent? New music? And are you a fan of talent shows as well? Then you’re in the right place.

In Jaðarber Got hæfileikar at Reykjavik Arts Festival, the amazing musicians Tinna Thorsteinsdóttir, Grímur Helgason and Kristín Thóra Haraldsdóttir will expose their true talent and compete amongst themselves. Throughout the competition they will show their skills by performing tender melodies, participating in ensemble playing and doing neat cover versions. Clearly, the best one will win, or more precisely: which one of them is the most holistic musician?

This happens on May 22nd in Mengi at 8 pm.

The judges are all amazing people: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir and Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

Composer: Berglind María Tómasdóttir
Our host is the one and only Guðmundur Felixson.