Jaðarberi með Yrkju lokið

image2YRKJU með JAÐARBERI lauk í gær, sunnudaginn 22. maí þegar Jaðarber flutti verk Berglindar Maríu Tómasdóttur Jaðarber Got hæfileikar í Mengi.

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar öttu hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir kappi hvert við annað og sýndu fádæma færni í miðlun nútímatónlistar. Keppendur spreyttu sig á ólíkum þrautum m.a. að leika tóninn a, spila eftir grafísku skori, mappa út “Beautiful” eftir Christinu Aguileru, taka þátt í spurningakeppni og allt í beinni útsendingu í sjónvarpssal í Mengi. Eftir harða keppni stóð Tinna Þorsteinsdóttir uppi sem sigurvegari.

Dómarar voru allir þungavigtarmenn á sviði tónlistar, þau Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Kynnir var hinn eini sanni Guðmundur Felixson.

Jaðarber Got hæfileikar var hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og var verkið unnið í YRKJU, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld.

#winninglistahatid #jaðarbergothæfileikar

Lesa meira

Jaðarber Got hæfileikar

listahatid_jardaber_031_ver02-1260x760 Elskarðu sanna hæfileika? Nýja og krassandi tónlist? Og fílar líka keppnir? Þá er Jaðarber Got hæfileikar eitthvað fyrir þig.

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar á Listahátíð í Reykjavík, stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Keppt verður í mismunandi liðum og munu keppendur spreyta sig á ólíkum tjáningarleiðum tónlistar, allt frá hæfni til að galdra fram viðkvæmnisleg sóló til krassandi samleiks, eða með því að töfra fram heillandi ábreiðu á dægurlagi.

Sá besti eða sú besta mun klárlega vinna; hvert þeirra er besti heildstæði tónlistarmaðurinn? Dómarar eru ekki af verri endanum enda allt þungavigtarmenn á sviði tónlistar: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Einnig getur þú lesandi góður haft áhrif á niðurstöðu keppninnar með því að mæta í Mengi þann 22. maí kl: 20.

Verkið er unnið í YRKJU, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld og nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV.

Höfundur: Berglind María Tómasdóttir
Kynnir er hinn atorkusami Guðmundur Felixson

Lesa meira

Berglind María í Yrkju / Berglind María joins Yrkja

RockriverMaryJaðarber kynnir til leiks listakonuna Berglindi Maríu Tómasdóttur, sem mun semja fyrir nýstofnað Yrkju verkefni með Berinu næsta starfsár. Yrkja er splunkunýtt samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jaðarberi og Nordic Affect og var hleypt af stokkunum í ár. Í dómnefnd sátu Tinna Þorsteinsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Davíð Brynjar Franzson. Til hamingju og vertu velkomin Berglind María!

//

As Peripheriberry´s next art project, we invite performance artist Berglind María Tómasdóttir welcome to take part and compose for the brand new Yrkja project and the Berry. The project will be ongoing throughout the season and is a collaboration between Iceland Music Information Centre, The Iceland Symphony Orchestra, Peripheriberry and Nordic Affect. The jury was composed of Tinna Thorsteinsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir and Davíd Brynjar Franzson. Welcome Berglind María and congrats!

http://berglindtomasdottir.com/

Áki frá Garði 238°

12227432_10205285802320119_1045075134_oÁki Ásgeirsson, tónskáld, átti stórafmæli á árinu 2015 og að því tilefni býður Jaðarber til tónlistarviðburðar, þar sem frumflutt verður nýtt verk hans 238° fyrir 4 hljóðfæri og tölvu.

Flytjendur eru Tinna Þorsteinsdóttir, Páll Ivan frá Eiðum, Ásthildur Ákadóttir, Áki Ásgeirsson, Sunna Ross og Jesper Pedersen.

Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl: 20.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

Aðgangur er ókeypis.

//

Áki Ásgeirsson, composer, turned 40 this year and with big congrats from Peripheriberry, we will celebrate with a special concert with the premiere of his new work 238° fyrir 4 instruments and a computer.

Performers are Páll Ivan frá Eidum, Sunna Ross, Ásthildur Ákadóttir, Áki Ásgeirsson, Tinna Thorsteinsdóttir and Jesper Pedersen.
When and where: Wednesday November 11 at 8 pm at Reykjavik Art Museum – Hafnarhús.

Entrance is free.

http://www.slatur.is/aki

Sláturtíð 2015

12141615_10153719701727840_2172204853680506456_nSláturtíð 2015 verður haldin laugardaginn 24. október í Hafnarhúsinu. Í ár fara fram tvennir viðburðir:

kl. 14.00 – 17.00 Ljóðakeppurinn 2015
Opin ljóðakeppni. Dómarar: Lommi og Ingó
Verðlaun: Farandkeppurinn
Nýaldartríóið Soft Monsters leikur undir á dórófón, þránófón og þeremín.

kl. 20.00 – 21.00 Tónleikar:
Nánari dagskrá auglýst síðar.

Ókeypis aðgangur.

//

It´s harvest time for S.L.Á.T.U.R.; an artistically obtrusive composer collective centered in Reykjavík, Iceland. When: Saturday Oct. 24 2015. Where: Hafnarhús, Reykjavik Art Museum.

Program:

2pm-5pm: Open Poetry Contest: The Battle of Reticulum
The new age trio Soft Monsters will perform on Dorophone, Thranophone and Theremin.

8pm-9pm: Concert:
Program to be announced.

Free entrance.

http://www.slatur.is/

Charles Ross – Afmælistónleikar / Portrait

rossCharles Ross – Afmælistónleikar – Mánudagskvöldið 8. júní kl: 20 í Hafnarhúsinu.

Charles Ross, tónskáld, varð fimmtugur á árinu og eru portretttónleikar Jaðarbers fyrsti liður í afmælishátíð sem haldin er í þremur áföngum víða um landið. Í ágústlok verður opnuð sýning um tónsmíðar Charles á Skriðuklaustri sem síðan flyst í Kirkju- og menningarmiðstöðina á Eskifirði um miðjan september. Helgina 19.-20. september verða tónleikar Stelks á Skriðuklaustri og Eskifirði.

Til hamingju með afmælið Charles!

Flytjendur: Kammerhópurinn Stelkur og fleiri.
/
Charles Ross – Portrait – Monday June 8th at 8 pm – Hafnarhúsid.

Charles Ross, composer, turned 50 this year and on this occasion there will be an anniversary feast in three parts, the first being a portrait concert in Peripheriberry concert series. An exhibition on his compositional output will be held in Skriðuklaustur, East Iceland and in September in Eskifjörður Church, East Iceland with a concert and a real country feast from 19-20 September.

Happy Birthday Charles!

Performers: Stelkur Ensemble and others.

Lesa meira

Jesper Pedersen – Sjálfur / Self

JessiManiJesper Pedersen – Sjálfur / Self – Miðvikudagskvöldið 6. maí kl: 20 í Hafnarhúsinu – ókeypis aðgangur.

Jesper Pedersen, tónskáld og hljóðlistamaður, verður í aðalhlutverki á Jaðarberi í maí. Verk hans kanna hljóð, performans, konsept, myndefni og forma persónulegan flúxus með heimagerðri tækni og rauntímanótnaskrift. Verk hans hafa m.a. verið flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, Íslenska flautukórnum á hátíðum eins og Tectonics, Nordlichter Biennale, Spor, OpenDays, Summartónar, Raflost, Geiger, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Jesper kennir raftónsmíðar, ‘circuit bending’, gagnvirka miðla og hljóðfræði við Listaháskóla Íslands og í Hljóðveri Tónlistarskóla Kópavogs.

Á þessum tónleikum fáum við að kynnast því allra nýjasta frá Jesper og er það mikið fagnaðarefni fyrir Jaðarber.

//

Jesper Pedersen, composer, sound artist, musician and educator is Peripheriberry´s focal point in May. His works explore sound, performance, concepts, visuals, fluxus through the use of home brew music technology and real time musical notation. His works have been performed by ensembles such as the Iceland Symphony Orchestra, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, The Icelandic Flute Ensemble at festivals like Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, Spor Festival, OpenDays, Summartónar, Raflost, Geiger, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days.

As an educator he teaches electronic music composition, circuit bending, interactive media and musical acoustics at the Icelandic Academy of the Arts as well as Kópavogur Computer Music Center.

In this concert on Wednesday May 6th at 8 pm in Hafnarhúsid, we will hear the newest brew from Jesper – free entrance.

Lesa meira